Listamaðurinn Villi Neto gaf út plötuna Portú Galinn síðastliðinn föstudag og hélt að því tilefni útgáfupartý fyrir sig og sína á Prikinu. Fræga fólkið lét sig ekki vanta og var landsleikur Portúgals og Frakklands hluti af dagskránni.
Því miður sigraði Portúgal ekki það kvöldið en engu síður var fagnað gríðarlega í leikslok, segir í fréttatilkynningu. Þar kemur eftirfarandi einnig fram:
„Portú Galinn er fyrsta útgefna plata Villa Neto og er gefin út af Sticky, plötuútgáfufyrirtæki Priksins. Villi, sem er alinn upp í Portúgal, hefur skapað sér sérstakann sess í hjörtum landsmanna undanfarin árin, með sinni einstöku útfærslu á alls kyns gríni, leik og störfum. Platan inniheldur tíu lög, frumsamda tónlist í bland við hreinræktaða sketsa, og er megn góðra gesta Villa til liðsinnis á verkinu.
Ber þar helst að nefna Ella Grill, Inspector Spacetime, Steinda Jr og Hermigervil. Teikningar sem skreyta plötuna voru í höndum listakonunnar Smjörflugu. Verkið er litað af vináttu Villa við listafólk frá mismunandi miðlum og er óður til íslensku grínplötunnar sem var stór partur af lífi hans sem ungs manns að flytja til Íslands árið 2007.“
Hér má sjá myndir úr partýinu:
Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify.