Luke Shaw loksins leikfær: Síðustu fjórir mánuðir erfiðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 12:01 Luke Shaw fagnar sigri enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Matt McNulty Luke Shaw er búinn að ná sér af meiðslunum og gæti því byrjað inn á í enska landsliðinu í undanúrslitaleik Evrópumótsins annað kvöld. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Shaw í EM-hópinn þrátt fyrir að hann var meiddur. Shaw er eini vinstri bakvörðurinn í hópnum en hafði ekkert tekið þátt í mótinu þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Sviss í átta liða úrslitunum. „Síðustu fjórir mánuðir hafa verið erfiðir. Í fyrstu var talið að ég yrði mun fljótari að koma til baka en raunin varð önnur. Ég lenti í bakslagi hvað eftir annað,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Þegar hópurinn var valinn þá var búist við því að ég myndi ná öðrum eða þriðja leik í mótinu en því miður gekk það ekki upp og endurkomunni seinkaði,“ sagði Shaw. "I went through quite a few setbacks, hopefully I can get some more minutes in next game" 💬England left back Luke Shaw says he's fit and ready to play against Netherlands 🇳🇱🏴 pic.twitter.com/mYjcNF5vI6— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2024 „Ég er hérna núna og það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn í síðasta leik. Ég var farinn að iða í skinninu að fá að spila,“ sagði Shaw sem gæti byrjað inn í leiknum á móti Hollandi annað kvöld. „Það stóðu allir með mér, ekki bara Gareth og Steve [Holland, aðstoðarþjálfari Englands] heldur einnig læknaliðið líka. Ég á þeim mikið að þakka,“ sagði Shaw. Hann efast ekki um getu sína að spila allan leikinn á morgun. „Auðvitað tel ég mig vera tilbúinn í níutíu mínútur. Ég er klár og tilbúinn í slaginn,“ sagði Shaw. Shaw kom inn á völlinn á 78. mínútu á móti Sviss og spilaði rúmar 42 mínútur því leikurinn var framlengdur. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Shaw í EM-hópinn þrátt fyrir að hann var meiddur. Shaw er eini vinstri bakvörðurinn í hópnum en hafði ekkert tekið þátt í mótinu þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Sviss í átta liða úrslitunum. „Síðustu fjórir mánuðir hafa verið erfiðir. Í fyrstu var talið að ég yrði mun fljótari að koma til baka en raunin varð önnur. Ég lenti í bakslagi hvað eftir annað,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Þegar hópurinn var valinn þá var búist við því að ég myndi ná öðrum eða þriðja leik í mótinu en því miður gekk það ekki upp og endurkomunni seinkaði,“ sagði Shaw. "I went through quite a few setbacks, hopefully I can get some more minutes in next game" 💬England left back Luke Shaw says he's fit and ready to play against Netherlands 🇳🇱🏴 pic.twitter.com/mYjcNF5vI6— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2024 „Ég er hérna núna og það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn í síðasta leik. Ég var farinn að iða í skinninu að fá að spila,“ sagði Shaw sem gæti byrjað inn í leiknum á móti Hollandi annað kvöld. „Það stóðu allir með mér, ekki bara Gareth og Steve [Holland, aðstoðarþjálfari Englands] heldur einnig læknaliðið líka. Ég á þeim mikið að þakka,“ sagði Shaw. Hann efast ekki um getu sína að spila allan leikinn á morgun. „Auðvitað tel ég mig vera tilbúinn í níutíu mínútur. Ég er klár og tilbúinn í slaginn,“ sagði Shaw. Shaw kom inn á völlinn á 78. mínútu á móti Sviss og spilaði rúmar 42 mínútur því leikurinn var framlengdur.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira