Franska landsliðið í ruðningi er um þessar mundir statt á keppnisferðalagi um Suður-Ameríku. Liðið vann 28-13 sigur gegn Argentínu síðastliðinn laugardag, en síðan þá hefur fækkað í landsliðshópnum um þrjá.
Í gær, mánudag, var sagt frá því hér á Vísi að Melvin Jaminet hafi verið tekinn út úr franska landsliðinu vegna kynþáttafordóma. Jaminet kom inn á sem varamaður í sigri Frakklands gegn Argentínu, en eftir leikinn birti hann myndband á Instagram þar sem hann lét rasísk ummæli falla.
Í morgun birtust svo fréttir af því að tveir leikmenn liðsins hafi verið handteknir. Þeir Hugo Auradou og Oscar Jegou, sem voru báðir að leika sinn fyrsta landsleik, voru handteknir, grunaðir um kynferðisbrot, í Buenos Aires í gær.
Auradou og Jegou verða fluttir til borgarinnar Mendoza þar sem brotið á að hafa átt sér stað.
„Ef ásakanirnar reynast sannar er þetta ótrúlega alvarlegt mál,“ segir Florian Grill, forseti franska ruðningssambandsins. „Við munum una niðurstöðu rannsóknarinnar.“
🚨🇫🇷 FLASH | Deux joueurs de l'équipe de France de rugby ont été arrêtés par la police en Argentine suite à une plainte pour agression sexuelle.
— Cerfia (@CerfiaFR) July 9, 2024