Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2024 11:24 Í fimm sundlaugum höfuðborgarinnar er hægt að komast í sánu, í Vesturbæjarlaug, Sundhöllinni, Klébergslaug, Grafarvogslaug og Breiðholtslaug. Sú síðastnefnda var valin sú besta af finnska sendiráðinu fyrir tveimur árum. Vísir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið.
Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira