Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 20:50 Lamine Yamal fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Spán gegn Frakklandi. getty/Dan Mullan Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Frakkar komust yfir með marki Randals Kolo Muani en Yamal jafnaði fyrir Spánverja. Skömmu síðar skoraði Dani Olmo svo sigurmark þeirra rauðu og bláu. Spánn, sem hefur unnið alla sex leiki sína á EM, mætir annað hvort Englandi eða Hollandi í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn. Kylian Mbappé lagði upp mark Frakklands en komst annars lítt áleiðis í leiknum.getty/Christian Charisius Á 5. mínútu fékk Fabián Ruiz gott skallafæri eftir sendingu frá Yamal en hitti ekki markið. Fjórum mínútum síðar komust Frakkar yfir með skallamarki Kolos Muanis. Kylian Mbappé, sem lék ekki með grímuna frægu í kvöld, sendi fyrir frá vinstri og Kolo Muani stýrði boltanum í netið. Þetta var fyrsta og eina mark franska liðsins úr opnum leik á EM. Þegar 21 mínúta var liðin af leiknum fékk Yamal boltann fyrir utan teig Frakklands. Strákurinn var ekkert að tvínóna við hlutina heldur smellti boltanum í stöng og inn. Stórkostlegt mark hjá Yamal sem varð þar með yngsti markaskorari í sögu EM. Dani Olmo fagnar sigurmarkinu gegn Frökkum.getty/Alex Livesey Fjórum mínútum síðar fékk Olmo boltann í teig Frakka, lék á Aurélien Tchouaméni og skaut að marki. Boltinn fór af Jules Koundé og í netið og Spánverjar komnir yfir. Það sem eftir lifði leiks voru Frakkar meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi gegn sterkri spænski vörn. Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, gerði þrefalda skiptingu eftir rúman klukkutíma og setti svo Olivier Giroud inn á en allt kom fyrir ekki. Mbappé fékk sennilega besta færið til að jafna, á 86. mínútu, en skaut yfir. Spánverjar spiluðu af mikill skynsemi á lokakaflanum og lönduðu frábærum sigri, 2-1, á Frökkum sem hafa lokið leik á mótinu. EM 2024 í Þýskalandi
Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Frakkar komust yfir með marki Randals Kolo Muani en Yamal jafnaði fyrir Spánverja. Skömmu síðar skoraði Dani Olmo svo sigurmark þeirra rauðu og bláu. Spánn, sem hefur unnið alla sex leiki sína á EM, mætir annað hvort Englandi eða Hollandi í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn. Kylian Mbappé lagði upp mark Frakklands en komst annars lítt áleiðis í leiknum.getty/Christian Charisius Á 5. mínútu fékk Fabián Ruiz gott skallafæri eftir sendingu frá Yamal en hitti ekki markið. Fjórum mínútum síðar komust Frakkar yfir með skallamarki Kolos Muanis. Kylian Mbappé, sem lék ekki með grímuna frægu í kvöld, sendi fyrir frá vinstri og Kolo Muani stýrði boltanum í netið. Þetta var fyrsta og eina mark franska liðsins úr opnum leik á EM. Þegar 21 mínúta var liðin af leiknum fékk Yamal boltann fyrir utan teig Frakklands. Strákurinn var ekkert að tvínóna við hlutina heldur smellti boltanum í stöng og inn. Stórkostlegt mark hjá Yamal sem varð þar með yngsti markaskorari í sögu EM. Dani Olmo fagnar sigurmarkinu gegn Frökkum.getty/Alex Livesey Fjórum mínútum síðar fékk Olmo boltann í teig Frakka, lék á Aurélien Tchouaméni og skaut að marki. Boltinn fór af Jules Koundé og í netið og Spánverjar komnir yfir. Það sem eftir lifði leiks voru Frakkar meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi gegn sterkri spænski vörn. Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, gerði þrefalda skiptingu eftir rúman klukkutíma og setti svo Olivier Giroud inn á en allt kom fyrir ekki. Mbappé fékk sennilega besta færið til að jafna, á 86. mínútu, en skaut yfir. Spánverjar spiluðu af mikill skynsemi á lokakaflanum og lönduðu frábærum sigri, 2-1, á Frökkum sem hafa lokið leik á mótinu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti