Stjórnvöld verði að stöðva erlendu veðmálasíðurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2024 19:07 Lárus Blöndal er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Vísir/Einar Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir það ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Þrátt fyrir að rekstur veðmálafyrirtækja sé bannaður hér á landi nema með leyfi frá dómsmálaráðuneytinu stunda fjölmargir Íslendingar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sem ekki eru skráðar hér. Einungis má reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Íslendingar eyða allt að tuttugu milljörðum króna á ári á þessum erlendu síðum. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem rekur meðal annars Lottó og Lengjuna, segir óskiljanlegt að erlendu fyrirtækin fái að starfa óáreitt hér á landi. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus. Formaður starfshóps um úrbætur á veðmálamarkaði kallaði eftir því að starfsemi síðnanna yrði lögleg og reglusett. Lárusi finnst ólíklegt að það gerist. „Það er akkúrat það sem við viljum stoppa, því þetta er ólögleg starfsemi. Það að hún fái að troða sér inn í samfélagið, það á ekki að líðast. Og það er kannski vandinn sem hefur verið látinn líðast allt of lengi,“ segir Lárus. Stjórnvöld þurfi að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti sem allra fyrst. Síðasta breyting var gerð á lögunum árið 2011, löngu áður en erlendu netspilavítin fóru að sækja á íslenskan markað. „Við höfum barist fyrir því í áratugi að tækla þetta, frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þegar tæknin er orðin þannig að það á að vera mjög auðvelt að bregðast við þessu. Taka niður síður og stöðva greiðslumiðlun,“ segir Lárus. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Þrátt fyrir að rekstur veðmálafyrirtækja sé bannaður hér á landi nema með leyfi frá dómsmálaráðuneytinu stunda fjölmargir Íslendingar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sem ekki eru skráðar hér. Einungis má reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Íslendingar eyða allt að tuttugu milljörðum króna á ári á þessum erlendu síðum. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem rekur meðal annars Lottó og Lengjuna, segir óskiljanlegt að erlendu fyrirtækin fái að starfa óáreitt hér á landi. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus. Formaður starfshóps um úrbætur á veðmálamarkaði kallaði eftir því að starfsemi síðnanna yrði lögleg og reglusett. Lárusi finnst ólíklegt að það gerist. „Það er akkúrat það sem við viljum stoppa, því þetta er ólögleg starfsemi. Það að hún fái að troða sér inn í samfélagið, það á ekki að líðast. Og það er kannski vandinn sem hefur verið látinn líðast allt of lengi,“ segir Lárus. Stjórnvöld þurfi að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti sem allra fyrst. Síðasta breyting var gerð á lögunum árið 2011, löngu áður en erlendu netspilavítin fóru að sækja á íslenskan markað. „Við höfum barist fyrir því í áratugi að tækla þetta, frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þegar tæknin er orðin þannig að það á að vera mjög auðvelt að bregðast við þessu. Taka niður síður og stöðva greiðslumiðlun,“ segir Lárus.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11