„Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2024 19:01 Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Einar Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir Evrópuleik morgundagsins við Linfield frá Norður-Írlandi. Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira