Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 10:27 Myndin sýnir fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði, en umrætt óhapp átti sér stað í fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. Vísir/Vilhelm Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar. Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar.
Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira