Íbúar Grafarholts geta tekið til matar síns á ný Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 11:47 Starfsmenn Krónunnar í Grafarholti eru hæstánægðir með opnunina. Krónan Verslun Krónunnar að Þjóðhildarstíg í Grafarholti hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokað í lok maí. Síðan þá hafa íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals þurft að leita út fyrir hverfið að matvöru. Í fréttatilkynningu frá Krónunni segir að verslunin hafi verið opnuð klukkan 09 í morgun eftir að hafa verið lokuð síðustu vikur vegna endurnýjunar til að mæta betur væntingum viðskiptavina ásamt því að horfa til umhverfisvænna lausna og innleiðingar á vistvænu kælikerfi. „Við erum gífurlega spennt að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar á nýjan leik hér í Grafarholtinu eftir miklar breytingar. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðastliðnar vikur að uppfæra verslunina og höfum meðal annars skipt um öll gólfefni og hillukerfi og innleitt umhverfisvæn kæli- og frystitæki. Allar merkingar eru nýjar ásamt því að betra skipulag inni í verslun býður upp á þægilegra flæði fyrir viðskiptavini okkar sem koma víðs vegar að úr Grafarholti og nágrenni,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Íbúar voru ekki ánægðir Vísir greindi frá því í byrjun júní að um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti yrðu án matvörubúðar í hverfinu í nokkrar vikur vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýndi Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Íbúar í hverfinu þurftu því að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Nú þurfa íbúarnir ekki að leita út fyrir hverfið og njóta meira að segja opnunartilboða á völdum vörum í nýopnaðri Krónuverslun. Matvöruverslun Verslun Reykjavík Festi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Krónunni segir að verslunin hafi verið opnuð klukkan 09 í morgun eftir að hafa verið lokuð síðustu vikur vegna endurnýjunar til að mæta betur væntingum viðskiptavina ásamt því að horfa til umhverfisvænna lausna og innleiðingar á vistvænu kælikerfi. „Við erum gífurlega spennt að geta tekið á móti viðskiptavinum okkar á nýjan leik hér í Grafarholtinu eftir miklar breytingar. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðastliðnar vikur að uppfæra verslunina og höfum meðal annars skipt um öll gólfefni og hillukerfi og innleitt umhverfisvæn kæli- og frystitæki. Allar merkingar eru nýjar ásamt því að betra skipulag inni í verslun býður upp á þægilegra flæði fyrir viðskiptavini okkar sem koma víðs vegar að úr Grafarholti og nágrenni,“ er haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Íbúar voru ekki ánægðir Vísir greindi frá því í byrjun júní að um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti yrðu án matvörubúðar í hverfinu í nokkrar vikur vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýndi Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Íbúar í hverfinu þurftu því að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Nú þurfa íbúarnir ekki að leita út fyrir hverfið og njóta meira að segja opnunartilboða á völdum vörum í nýopnaðri Krónuverslun.
Matvöruverslun Verslun Reykjavík Festi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira