Staðan ekki jafnsvört og sumir vilji meina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2024 14:56 Icelandair flugvéla að lenda í Keflavík Vísir/Vilhelm Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira