Uppgjörið: Stjarnan - Linfield 2-0 | Emil Atlason með bæði mörkin Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. júlí 2024 21:00 Emil Atlason skoraði fyrra mark Stjörnunnar beint úr aukaspyrnu. vísir / pawel Stjarnan lék sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár í kvöld er liðið fékk norður-írska liðið Linfield í heimsókn. Aðstæður voru líkt og flest önnur sumarkvöld þetta sumarið á höfuðborgarsvæðinu, rigning og vindur. Það hafði hinsvegar lítil áhrif á skemmtanagildi leiksins sem var talsvert. Fyrsta mark Stjörnunnar kom eftir 22. mínútur þegar Örvar Eggertsson fiskaði aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Linfeild. Emil Atlason gerði sér lítið fyrir, setti boltann yfir varnarvegginn og þaðan í markhornið þar sem boltinn söng aríu í netinu. Glæsilegt mark. Emil Atlason mundaði skotfótinnvísir / pawel og fagnaði svo af innlifun.Vísir / Anton Brink Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með nokkuð verðskuldaða foyrstu til klefa en Linfield hafði þó þjarmað nokkuð að heimamönnum undir lok hálfleiksins án þess þó að setja boltann í netið. Emil Atlason var ekki hættur og bætti við öðru marki Stjörnunnar eftir klukkustundarleik. Aftur var það eftir aukaspyrnu en í þetta sinn náði hann frákastinu og tók viðstöðulaust skot. Boltinn fór í varnarmann Linfield og þaðan í netið. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og niðurstaðan 2-0 sigur Stjörnunnar. Frábær staða fyrir Garðbæinga farandi inní seinni leikinn í Norður Írlandi. Stjarnan er með pálmann í höndunum og þurfa að halda út til að komast áfram. Flott frammistaða Stjörnunnar sem virtust vera vel undirbúnir og klárir í slag dagsins. Stjarnan fagnar öðru marki Emils. vísir / pawel Í viðtali fyrir leik var mönnum tíðrætt um undirbúning Stjörnunnar og sagði Jökull að klippurnar sem leikmenn hefðu fengið af leikmönnum Linfield hefðu verið nær 400 talsins. Það var morgunljóst að það skilaði sér, Stjarnan var öguð í sínum aðgerðum og lokuðu á allt sem gestirnir reyndu. Heimavinnan skilaði sér. Atvik leiksins Stjörnumenn voru kraftmiklir og öflugir framan af fyrri hálfleik en eftir 27 mínútur fengu gestirnir víti eftir að Kjartan Már hafði brotið á leikmanni Linfield. Fyrirliði dagsins Chris Shield gerði sér lítið fyrir og negldi boltanum svo fast í slánna að hún hristist ennþá. Atriði sem hefði klárlega getað snúið leiknum hressilega og sett Norður-Írana í þá stöðu að geta legið aðeins neðar á vellinum. Breytti klárlega miklu í dag. Fyrirliðinn Shields skoraði af vítapunktinumVísir / Anton Brink Stjörnur og skúrkar Emil Atlason er maður dagsins. Hann skoraði tvö mörk í dag, fyrra beint úr aukaspyrnu og það seinna úr viðstöðulausu skoti eftir að aukaspyrna hans fór í varnarvegginn. Tvö hreinlega glæsileg mörk hjá Emil sem var ógnandi og gerði varnarlínu Linfield erfitt fyrir. Einnig er vert að nefna Óla Val Ómarsson sem átti magnaða takta í dag. Hann fór ítrekað illa með hægri bakvörð Linfield og átti magnaða spretti, vantaði dálítið uppá að klára færin en frábær frammistaða. Hrósa þarf einnig miðju Stjörnunnar en hún var ansi ung, það voru þeir Kjartan Már, Róbert Frosti og Helgi Fróði sem skipuðu hana í dag og gerðu af stakri prýði. Óli Valur Ómarsson átti fínan leik í kvöldVísir / Anton Brink Dómarinn [6/10] Velski dómarinn Iwan Griffith átti bærilegan dag. Vítið sem Norður-Írarnir fengu var líklega réttur dómur þó snertingin hafi verið lítil. Þess fyrir utan flautaði hann heldur mikið og féll í gryfju Linfield sem féllu ítrekað auðveldlega og reyndu að tefja leikinn nokkuð. vísir / pawel Stemningin og umgjörð Umgjörð Stjörnunnar var frábær. Nokkuð ljóst var að um Evrópuleik var að ræða, allt var tekið upp á næsta stig og gert af mikilli fagmennsku. Það var fínasta mæting líka á Samsung völlinn og söng Silfurskeiðin allan tímann. Frábær leikdagur, þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið frábært. Stemning í stúkunni. vísir / pawel Viðtöl „Nákvæmlega eins og við bjuggumst við þeim“ Jökull Elísabetarson ræddi við blaðamann rétt eftir leik og var að vonum gríðarlega ánægður með sigurinn.vísir / pawel „Virkilega ánægður með liðið. Frammistaðan frábært, auðvitað hjálpar okkur að þeir klikka á víti. Mér finnst við bara öflugir. Að öðru leiti fannst mér þeir ekki fá nein alvöru færi. mjög ánægður með liðið í dag.“ sagði Jökull Aðspurður um hvort eitthvað hafi komið Stjörnunni á óvart í spilamennsku Linfield sagði Jökull án þess að hika að svo væri alls ekki. „Nákvæmlega eins og við bjuggumst við þeim. Það sést að þeir eru í fjögurra manna vörninni sinni sem þýðir að þeir höfðu töluvert mikla trú á þessu. Mér fannst við hreyfa þá vel.“ sagði Jökull og bætti við: „Ekkert sem kom á óvart nema kannski að Fitzpatrik hafi ekki byrjað leikinn. Það sýnir kannski að þeir ætluðu að pressa okkur og vera með léttara lið. Það verður öðruvísi leikur úti í Norður Írlandi.“ Voru reyndar fjögur hundruð klippur Í aðdraganda leiksins var nokkuð rætt um undirbúning Stjörnunnar og heimavinnu leikmanna. Þar hafði komið fram að leikmenn höfðu fengið 300 klippur af Linfield. Aðspurður um þetta sagði Jökull: „Held reyndar að þær hafi verið nær 400. Menn unnu mikið í undirbúningnum, liðið á mikið hrós skilið. Öðrum fremur í teyminu er hann Hákon (Ernir Haraldsson) hjá okkur, hann vann dag og nótt við að finna klippur og greina, sem hjálpaði liðinu mikið. Nú tekur við leikurinn úti og við verðum að halda okkur á jörðinni.“ Með pálmann í höndunum fyrir seinni leikinn Seinni leikur liðann fer fram á Windsor Park í Belfast eftir slétta viku og er Stjarnan með pálmann í höndunum fyrir þann leik. Jökull sagðist búast við svipuðu frá Norður-Írunum þar: „Held að þeir verði aggresívari. Þeir verða líklega með stóra maninn uppá topp. Ég átta mig ekki hvernig völlurinn er, hvort við getum spilað svona mikið með jörðinni eins og við gerðum í dag.Við verðum tilbúnir að mæta hverju sem býður okkar. “ sagði Jökull að lokum kampa kátur. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu
Stjarnan lék sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár í kvöld er liðið fékk norður-írska liðið Linfield í heimsókn. Aðstæður voru líkt og flest önnur sumarkvöld þetta sumarið á höfuðborgarsvæðinu, rigning og vindur. Það hafði hinsvegar lítil áhrif á skemmtanagildi leiksins sem var talsvert. Fyrsta mark Stjörnunnar kom eftir 22. mínútur þegar Örvar Eggertsson fiskaði aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Linfeild. Emil Atlason gerði sér lítið fyrir, setti boltann yfir varnarvegginn og þaðan í markhornið þar sem boltinn söng aríu í netinu. Glæsilegt mark. Emil Atlason mundaði skotfótinnvísir / pawel og fagnaði svo af innlifun.Vísir / Anton Brink Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með nokkuð verðskuldaða foyrstu til klefa en Linfield hafði þó þjarmað nokkuð að heimamönnum undir lok hálfleiksins án þess þó að setja boltann í netið. Emil Atlason var ekki hættur og bætti við öðru marki Stjörnunnar eftir klukkustundarleik. Aftur var það eftir aukaspyrnu en í þetta sinn náði hann frákastinu og tók viðstöðulaust skot. Boltinn fór í varnarmann Linfield og þaðan í netið. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og niðurstaðan 2-0 sigur Stjörnunnar. Frábær staða fyrir Garðbæinga farandi inní seinni leikinn í Norður Írlandi. Stjarnan er með pálmann í höndunum og þurfa að halda út til að komast áfram. Flott frammistaða Stjörnunnar sem virtust vera vel undirbúnir og klárir í slag dagsins. Stjarnan fagnar öðru marki Emils. vísir / pawel Í viðtali fyrir leik var mönnum tíðrætt um undirbúning Stjörnunnar og sagði Jökull að klippurnar sem leikmenn hefðu fengið af leikmönnum Linfield hefðu verið nær 400 talsins. Það var morgunljóst að það skilaði sér, Stjarnan var öguð í sínum aðgerðum og lokuðu á allt sem gestirnir reyndu. Heimavinnan skilaði sér. Atvik leiksins Stjörnumenn voru kraftmiklir og öflugir framan af fyrri hálfleik en eftir 27 mínútur fengu gestirnir víti eftir að Kjartan Már hafði brotið á leikmanni Linfield. Fyrirliði dagsins Chris Shield gerði sér lítið fyrir og negldi boltanum svo fast í slánna að hún hristist ennþá. Atriði sem hefði klárlega getað snúið leiknum hressilega og sett Norður-Írana í þá stöðu að geta legið aðeins neðar á vellinum. Breytti klárlega miklu í dag. Fyrirliðinn Shields skoraði af vítapunktinumVísir / Anton Brink Stjörnur og skúrkar Emil Atlason er maður dagsins. Hann skoraði tvö mörk í dag, fyrra beint úr aukaspyrnu og það seinna úr viðstöðulausu skoti eftir að aukaspyrna hans fór í varnarvegginn. Tvö hreinlega glæsileg mörk hjá Emil sem var ógnandi og gerði varnarlínu Linfield erfitt fyrir. Einnig er vert að nefna Óla Val Ómarsson sem átti magnaða takta í dag. Hann fór ítrekað illa með hægri bakvörð Linfield og átti magnaða spretti, vantaði dálítið uppá að klára færin en frábær frammistaða. Hrósa þarf einnig miðju Stjörnunnar en hún var ansi ung, það voru þeir Kjartan Már, Róbert Frosti og Helgi Fróði sem skipuðu hana í dag og gerðu af stakri prýði. Óli Valur Ómarsson átti fínan leik í kvöldVísir / Anton Brink Dómarinn [6/10] Velski dómarinn Iwan Griffith átti bærilegan dag. Vítið sem Norður-Írarnir fengu var líklega réttur dómur þó snertingin hafi verið lítil. Þess fyrir utan flautaði hann heldur mikið og féll í gryfju Linfield sem féllu ítrekað auðveldlega og reyndu að tefja leikinn nokkuð. vísir / pawel Stemningin og umgjörð Umgjörð Stjörnunnar var frábær. Nokkuð ljóst var að um Evrópuleik var að ræða, allt var tekið upp á næsta stig og gert af mikilli fagmennsku. Það var fínasta mæting líka á Samsung völlinn og söng Silfurskeiðin allan tímann. Frábær leikdagur, þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið frábært. Stemning í stúkunni. vísir / pawel Viðtöl „Nákvæmlega eins og við bjuggumst við þeim“ Jökull Elísabetarson ræddi við blaðamann rétt eftir leik og var að vonum gríðarlega ánægður með sigurinn.vísir / pawel „Virkilega ánægður með liðið. Frammistaðan frábært, auðvitað hjálpar okkur að þeir klikka á víti. Mér finnst við bara öflugir. Að öðru leiti fannst mér þeir ekki fá nein alvöru færi. mjög ánægður með liðið í dag.“ sagði Jökull Aðspurður um hvort eitthvað hafi komið Stjörnunni á óvart í spilamennsku Linfield sagði Jökull án þess að hika að svo væri alls ekki. „Nákvæmlega eins og við bjuggumst við þeim. Það sést að þeir eru í fjögurra manna vörninni sinni sem þýðir að þeir höfðu töluvert mikla trú á þessu. Mér fannst við hreyfa þá vel.“ sagði Jökull og bætti við: „Ekkert sem kom á óvart nema kannski að Fitzpatrik hafi ekki byrjað leikinn. Það sýnir kannski að þeir ætluðu að pressa okkur og vera með léttara lið. Það verður öðruvísi leikur úti í Norður Írlandi.“ Voru reyndar fjögur hundruð klippur Í aðdraganda leiksins var nokkuð rætt um undirbúning Stjörnunnar og heimavinnu leikmanna. Þar hafði komið fram að leikmenn höfðu fengið 300 klippur af Linfield. Aðspurður um þetta sagði Jökull: „Held reyndar að þær hafi verið nær 400. Menn unnu mikið í undirbúningnum, liðið á mikið hrós skilið. Öðrum fremur í teyminu er hann Hákon (Ernir Haraldsson) hjá okkur, hann vann dag og nótt við að finna klippur og greina, sem hjálpaði liðinu mikið. Nú tekur við leikurinn úti og við verðum að halda okkur á jörðinni.“ Með pálmann í höndunum fyrir seinni leikinn Seinni leikur liðann fer fram á Windsor Park í Belfast eftir slétta viku og er Stjarnan með pálmann í höndunum fyrir þann leik. Jökull sagðist búast við svipuðu frá Norður-Írunum þar: „Held að þeir verði aggresívari. Þeir verða líklega með stóra maninn uppá topp. Ég átta mig ekki hvernig völlurinn er, hvort við getum spilað svona mikið með jörðinni eins og við gerðum í dag.Við verðum tilbúnir að mæta hverju sem býður okkar. “ sagði Jökull að lokum kampa kátur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti