„Hefðum átt að fá allavega eitt víti í viðbót“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2024 23:00 Chris Shields klúðraði einu víti og vildi fá annað. vísir / pawel Chris Shields fyrirliði Linfield var að vonum svekktur eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Emil Atlason skoraði fyrra mark Stjörnunnar og seinna var sjálfsmark eftir undirbúning Emils. Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“ Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira