Höfða mál vegna dauða sonar síns af völdum One Chip Challenge Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 08:21 Wolobah veiktist í skólanum sínum eftir að hafa neytt One Chip Challenge með vinum sínum. Foreldrar Harris Wolobah, sem lést eftir að hafa tekið þátt í „einnar flögu áskoruninni“ (e. One Chip Challenge) hafa höfðað mál á hendur Paqui, framleiðanda flögunnar. One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira