„Verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 12:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið. Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa. Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga í grennd við íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunn til kolefnisbindingar. Viljayfirlýsing um að skoða málið áfram var undirrituð milli aðstandenda verkefnisins og Hafnarfjarðarbæjar fyrir um einu og hálfu ári síðan. Áformin hafa mætt töluverðri andstöðu meðal íbúa en Rósa Guðbjatsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir þá skoðun enn standa yfir. „Það lá alltaf strax fyrir að það þyrfti að skýra marga þætti í verkefninu og útkljá áður en að við gætum tekið afstöðu og við erum bara ennþá þar og ég vil bara ítreka að það hefur ennþá engin skuldbindandi ákvörðun verið tekin gagnvart þessu verkefni,“ segir Rósa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gangrýndi íbúi í Hvaleyrarholti möguleg áform um meiriháttar hafnaruppbyggingu í Straumsvík í tengslum við verkefnið og kvaðst ósáttur við að fá höfn í bakgarðinn. Íbúar hafa einnig lýst áhyggjum af nálægð væntanlegra borteiga við byggðí Hafnarfirði. „Ég skil áhyggjur íbúa mjög vel. Borteigarnir, alla veganna einn eða tveir þeirra eru ansi nálægt byggð og ég skil mjög vel að fólk hafi áhyggjur af því og það er meðal annars sá þáttur sem að við þurfum mjög vandlega að skoða áður en við getum tekið afstöðu,“ segir Rósa. Hún ítrekar að marga þætti málsins eigi eftir að skýra mun betur áður en bæjarfulltrúar, þar á meðal hún sjálf, geti tekið afstöðu í málinu. Nú sé beðið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu um verkefnið sem sé væntanlegt á næstu vikum. Þá eru fjárhagslegir þættir verkefnisins algjörlega óútkljáðir að sögn Rósu. „Þannig að þetta er komið mun styttra heldur en margur heldur,“ segir Rósa. Líkt og áður hefur komið fram útilokar hún ekki að fram fari íbúakosning um málið en mögulega þurfi ekki til hennar að koma. Það velti á því hvernig málinu vindur fram og frekari gögn liggja fyrir. „Ég legg líka áherslu á það að ég mun sem bæjarstjóri sjá til þess að svona verkefni verður alls ekki keyrt í gegn í mikilli andstöðu við nágranna og aðra, það er aðal atriðið,“ segir Rósa.
Hafnarfjörður Skipulag Loftslagsmál Hafnarmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira