„Ekki vera þessi heimski náungi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 07:01 Mikil stemmning er í kringum Frakklandshjólreiðarnar á hverju ári. Vísir/Getty Ansi sérstakt atvik átti sér stað í Tour de France hjólreiðakeppninni í dag þegar áhorfandi hljóp inn á brautina og truflaði forystusauð keppninnar á nokkuð frumlegan hátt. Frakklandshjólreiðarnar eru stærsti viðburður ársins í hjólaheiminum á ári hverju en keppnin fór fyrst fram árið 1903. Hjólaleiðin breytist örlítið á milli ára en á hverju ári er meðal annars hjólað í Alpafjöllunum og Pýreneafjöllunum. Mótið í ár er í fullum gangi og í dag hjóluðu keppendur frá Pau til Saint-Lary í Frakklandi en ótrúlegt atvik átti sér stað á sérleið dagsins. Hinn 25 ára gamli Tadej Pogacar frá Slóveníu átti tvo kílómetra eftir á þessari fjórtándu sérleið og var á fullri ferð í brautinni með áhorfendur allt í kring. Skyndilega hljóp einn áhorfandanna inn á brautina og tæmdi úr snakkpoka framan í Pogacar sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. 😡 In a world where you can be anything, don't be this stupid guy.😡 Dans un monde où vous pouvez être qui vous voulez, ne soyez pas cet idiot. pic.twitter.com/oLTkNsXlNK— Tour de France™ (@LeTour) July 13, 2024 „Í veröld þar sem þú getur verið hvað sem er, ekki vera þessi heimski náungi,“ var skrifað á opinberan X-aðgang Frakklandshjólreiðanna. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og fékk áhorfandinn mikla gagnrýni fyrir uppátækið. Pogacar fór með sigur af hólmi á sérleiðinni með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir atvikið. Pogacar hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Frakklandshjólreiðunum og er á höttunum á eftir sínum þriðja sigri. Hann er með 39 sekúndna forystu í keppninni en henni lýkur í Nice þann 21. júlí. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar eru stærsti viðburður ársins í hjólaheiminum á ári hverju en keppnin fór fyrst fram árið 1903. Hjólaleiðin breytist örlítið á milli ára en á hverju ári er meðal annars hjólað í Alpafjöllunum og Pýreneafjöllunum. Mótið í ár er í fullum gangi og í dag hjóluðu keppendur frá Pau til Saint-Lary í Frakklandi en ótrúlegt atvik átti sér stað á sérleið dagsins. Hinn 25 ára gamli Tadej Pogacar frá Slóveníu átti tvo kílómetra eftir á þessari fjórtándu sérleið og var á fullri ferð í brautinni með áhorfendur allt í kring. Skyndilega hljóp einn áhorfandanna inn á brautina og tæmdi úr snakkpoka framan í Pogacar sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. 😡 In a world where you can be anything, don't be this stupid guy.😡 Dans un monde où vous pouvez être qui vous voulez, ne soyez pas cet idiot. pic.twitter.com/oLTkNsXlNK— Tour de France™ (@LeTour) July 13, 2024 „Í veröld þar sem þú getur verið hvað sem er, ekki vera þessi heimski náungi,“ var skrifað á opinberan X-aðgang Frakklandshjólreiðanna. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og fékk áhorfandinn mikla gagnrýni fyrir uppátækið. Pogacar fór með sigur af hólmi á sérleiðinni með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir atvikið. Pogacar hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Frakklandshjólreiðunum og er á höttunum á eftir sínum þriðja sigri. Hann er með 39 sekúndna forystu í keppninni en henni lýkur í Nice þann 21. júlí.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti