Milljarður punda í húfi fyrir leikmenn Englands Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:01 Englendingar fagna eftir sigur á Hollandi í undanúrslitum. Vísir/Getty England getur unnið sinn fyrsta stóra titil í 58 ár þegar liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Það eru hins vegar einnig miklir peningar í húfi fyrir leikmenn enska liðsins. Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Úrslitaleikur Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu er á dagskrá í kvöld þar sem 58 ára bið Englendinga eftir stórum titli gæti lokið. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Hollandi og þá varð ljóst að þjálfarinn Gareth Southgate varð rúmlega 350 milljónum króna ríkari en hann fær tvær milljónir punda í bónus fyrir að hafa komið liðinu í úrslitaleikinn. Sú upphæð tvöfaldast ef England verður síðan Evrópumeistari. Gæti tekið fram úr Beckham Það er hins vegar ekki bara Southgate sem á mikið undir fjárhagslega í kvöld. Fjármálasérfræðingurinn Marcel Knobil segir í viðtali við The Sun að leikmenn enska landsliðsins gætu þénað meira en milljarð punda verði þeir Evrópumeistarar í formi styrktarsamninga og stærri launatékka í framtíðinni. Jude Bellingham toppar listann yfir þá sem munu græða mest á sigri Englands en hinn 21 árs gamli miðjumaður er sagður geta þénað allt að 71 milljarð króna í framtíðinni verði England Evrópumeistari. „Jude er með allt sem þarf til að taka fram úr David Beckham þegar ferli hans líkur,“ en Bellingham þénar um 50 milljónir punda árlega hjá Real Madrid og fær þar að auki tekjur í gegnum ýmsa styrktarsamninga. Myndarleg launahækkun í kortunum Bukayo Saka, Harry Kane, Phil Foden, Cole Palmer og Kobbie Mainoo koma næstir á eftir Bellingham yfir þá sem eru líklegri til að græða mest á Evróputitli enda myndi sigur á EM tryggja leikmönnum Englands stöðu goðsagna í heimalandinu. Fjármálasérfræðingurinn Knobil segir að sigur á EM gæti tryggt leikmönnunum allt að 50.000 pundum, 9 milljónum króna, aukalega í vikulaun hjá félagsliðum sínum. Þó svo að ólíklegt sé að einhver leikmanna enska liðsins hafi fjárhagsáhyggjur þessa dagana er ljóst að þeir geta makað krókinn enn frekar verði þeir Evrópumeistarar.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira