Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2024 11:27 Mynd úr fyrri leik liðanna á Hlíðarenda áður en allt sauð upp úr. Vísir / Anton Brink Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
„Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti