Linnulaus þjáning íbúa á Gaza Hrafnhildur Sverrisdóttir skrifar 16. júlí 2024 10:30 Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun