Lögreglurannsókn hafi engin áhrif á veitingu læknaleyfis Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 11:49 Skúli Tómas starfar á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir Læknir sem sætir enn rannsókn grunaður um að hafa orðið sjúklingum sínum að aldurstila hefur fengið ótakmarkað læknaleyfi á ný. Að sögn Embættis landlæknis er hvergi fjallað um að yfirstandandi lögreglurannsókn sé takmarkandi þáttur, þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar, í lögum um landlækni og lýðheilsu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar greint var frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson hefði fengið fulla endurnýjun á læknaleyfi sínu þann 2. júní síðastliðinn. Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá Héraðssaksóknara, er mál Skúla Tómasar enn til meðferðar hjá embættinu. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Þó sinnti hann sjúklingum af og til þegar aðstæður á Landspítala voru þess eðlis að það teldist nauðsynlegt. Landlæknir sagði sig frá málinu Vísir sendi Embætti landlæknis fyrirspurn vegna máls Skúla Tómasar þegar hann fékk endurnýjun læknaleyfis. Í svörum embættisins kemur fram að Alma Möller landlæknir svari ekki fyrir þetta tiltekna mál. Hún hafi ákveðið að víkja sæti samstundis og lögfræðingur henni tengdur fjölskylduböndum hóf að sinna málum Skúla Tómasar gagnvart embætti landlæknis. Alma hafi þá sent heilbrigðisráðherra beiðni um að annar læknir yrði settur landlæknir í umræddu máli líkt og stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Fagleg endurhæfing dugir Í svörum embættisins segir að embættið geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt gildi þó að fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í lögum um landlækni og lýðheilsu. Þar segir: „Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað.“ Þannig geti viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður fengið leyfi, til dæmis ef bata vegna sjúkdóms sem leiddi til sviptingar er náð eða þegar faglegri endurhæfingu, -menntun og -þjálfun er lokið ef ástæða sviptingar var fagleg vanhæfni. „Í umræddri grein/lögum er hvergi fjallað um að yfirstandandi rannsókn lögregluyfirvalda sé takmarkandi þáttur þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar.“ Hreint sakarvottorð ekki skilyrði Þá segir að hið sama eigi við um reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Þá megi nefna að í fyrrnefndum lögum og reglugerð sé að auki ekki fjallað um að hreint sakavottorð sé skilyrði fyrir veitingu eða endurveitingu starfsleyfis en heilbrigðisstofnun geti vitanlega gert kröfu um slíkt. Þá segir í svörunum að ef mál heilbrigðisstarfsmanna eru til meðferðar hjá lögreglu fylgist embættið með framvindu mála eins og unnt er. Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Talsverða athygli vakti á dögunum þegar greint var frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson hefði fengið fulla endurnýjun á læknaleyfi sínu þann 2. júní síðastliðinn. Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá Héraðssaksóknara, er mál Skúla Tómasar enn til meðferðar hjá embættinu. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Þó sinnti hann sjúklingum af og til þegar aðstæður á Landspítala voru þess eðlis að það teldist nauðsynlegt. Landlæknir sagði sig frá málinu Vísir sendi Embætti landlæknis fyrirspurn vegna máls Skúla Tómasar þegar hann fékk endurnýjun læknaleyfis. Í svörum embættisins kemur fram að Alma Möller landlæknir svari ekki fyrir þetta tiltekna mál. Hún hafi ákveðið að víkja sæti samstundis og lögfræðingur henni tengdur fjölskylduböndum hóf að sinna málum Skúla Tómasar gagnvart embætti landlæknis. Alma hafi þá sent heilbrigðisráðherra beiðni um að annar læknir yrði settur landlæknir í umræddu máli líkt og stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Fagleg endurhæfing dugir Í svörum embættisins segir að embættið geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt gildi þó að fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í lögum um landlækni og lýðheilsu. Þar segir: „Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað.“ Þannig geti viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður fengið leyfi, til dæmis ef bata vegna sjúkdóms sem leiddi til sviptingar er náð eða þegar faglegri endurhæfingu, -menntun og -þjálfun er lokið ef ástæða sviptingar var fagleg vanhæfni. „Í umræddri grein/lögum er hvergi fjallað um að yfirstandandi rannsókn lögregluyfirvalda sé takmarkandi þáttur þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar.“ Hreint sakarvottorð ekki skilyrði Þá segir að hið sama eigi við um reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi. Þá megi nefna að í fyrrnefndum lögum og reglugerð sé að auki ekki fjallað um að hreint sakavottorð sé skilyrði fyrir veitingu eða endurveitingu starfsleyfis en heilbrigðisstofnun geti vitanlega gert kröfu um slíkt. Þá segir í svörunum að ef mál heilbrigðisstarfsmanna eru til meðferðar hjá lögreglu fylgist embættið með framvindu mála eins og unnt er.
Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. 16. maí 2022 17:43
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. 7. maí 2022 19:02
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“