Flutningur Andress vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum og hefur mikið grín verið gert að honum. Þar var því til að mynda velt upp hvort Ingrid hefði unnið í happdrætti til að fá að syngja þjóðsönginn.
Það voru þó ekki bara netverjar sem furðuðu sig á flutningnum. Í útsendingunni mátti nefnilega sjá hafnaboltamanninn Alec Bohm þar sem hann virðist vera að halda í sér hlátrinum í beinni útsendingu á meðan Ingrid er að syngja.
„Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég var drukkin í gær. Ég er á leið í meðferð í dag til að leita mér hjálpar. Þetta var ekki ég þarna í gærkvöldi. Ég bið MLB, aðdáendur og landið, sem mér þykir svo vænt um, afsökunar á hegðun minni. Ég læt ykkur síðan vita hvernig gengur í meðferðinni, ég hef heyrt að þar sé ofurstuð,“ skrifar söngkonan á Instagram.