Eitraði fyrir sjálfri sér og ferðafélögum sínum með blásýru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2024 10:13 Blásýra fannst í öllum tebollunum sem drukkið var úr. Lögregluyfirvöld á Taílandi Blásýra fannst í tebollum á Grand Hyatt Erawan-hótelinu í Bangkok á Taílandi þar sem sex fundust látnir á þriðjudag. Einn af látnu er grunaður um að hafa eitrað fyrir hópnum. Aðstoðarlögreglustjórinn Noppassin Poonsawat sagði á blaðamannafundi í morgun að fólkið hefði skráð sig inn á hótelið á mismunandi tímum yfir helgina og fengið úthlutað fimm herbergjum. Það átti að skrá sig út á mánudag en gerði það ekki. Um var að ræða fjóra Víetnama; Thi Nguyen Phuong, 46 ára, eiginmann hennar Hong Pham Thanh, 49 ára, Thi Nguyen Phuong Lan, 47 ára, og Dinh Tran Phu, 37 ára, og tvo Bandaríkjamenn; Sherine Chong, 56 ára, og Dang Hung Van, 55 ára. Fólkið er sagt hafa komið saman í einu herbergjanna á mánudag og pantað mat. Chong tók á móti matnum og afþakkaði boð þjóns um að búa til te. Sagði þjónninn Chong hafa verið fámála og stressaða. Skuldir líklega ástæða morðanna Þegar allir voru komnir virðist herberginu hafa verið læst að innan en myndir af vettvangi sýna að maturinn var að stærstum hluta látinn óhreyfður. Hins vegar hafði verið drukkið úr öllum tebollunum, sem reyndust allir hafa innihaldið blásýru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Thi Nguyen Phuong og Hong Pham Thanh, sem áttu vegavinnufyrirtæki, lánuðu Chong tugi eða hundruð milljóna til að fjárfesta í sjúkrahúsframkvæmdum í Japan. Þá virðist Dinh Tran Phu, sem var förðunarfræðingur, ráðinn af Chong fyrir ferðina, einnig hafa verið plataður til að fjárfesta í verkefninu. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, heimsótti hótelið í gær og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu, sem hann sagði einangrað og ekki ógn við þjóðaröryggi landsins. Þá freistaði hann þess að fullvissa almenning um að öryggi ferðamanna væri tryggt. Taíland Víetnam Bandaríkin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira
Aðstoðarlögreglustjórinn Noppassin Poonsawat sagði á blaðamannafundi í morgun að fólkið hefði skráð sig inn á hótelið á mismunandi tímum yfir helgina og fengið úthlutað fimm herbergjum. Það átti að skrá sig út á mánudag en gerði það ekki. Um var að ræða fjóra Víetnama; Thi Nguyen Phuong, 46 ára, eiginmann hennar Hong Pham Thanh, 49 ára, Thi Nguyen Phuong Lan, 47 ára, og Dinh Tran Phu, 37 ára, og tvo Bandaríkjamenn; Sherine Chong, 56 ára, og Dang Hung Van, 55 ára. Fólkið er sagt hafa komið saman í einu herbergjanna á mánudag og pantað mat. Chong tók á móti matnum og afþakkaði boð þjóns um að búa til te. Sagði þjónninn Chong hafa verið fámála og stressaða. Skuldir líklega ástæða morðanna Þegar allir voru komnir virðist herberginu hafa verið læst að innan en myndir af vettvangi sýna að maturinn var að stærstum hluta látinn óhreyfður. Hins vegar hafði verið drukkið úr öllum tebollunum, sem reyndust allir hafa innihaldið blásýru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Thi Nguyen Phuong og Hong Pham Thanh, sem áttu vegavinnufyrirtæki, lánuðu Chong tugi eða hundruð milljóna til að fjárfesta í sjúkrahúsframkvæmdum í Japan. Þá virðist Dinh Tran Phu, sem var förðunarfræðingur, ráðinn af Chong fyrir ferðina, einnig hafa verið plataður til að fjárfesta í verkefninu. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, heimsótti hótelið í gær og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu, sem hann sagði einangrað og ekki ógn við þjóðaröryggi landsins. Þá freistaði hann þess að fullvissa almenning um að öryggi ferðamanna væri tryggt.
Taíland Víetnam Bandaríkin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira