Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 10:10 Margar hefðir tengjast athöfninni sem eiga margar hverjar rætur sínar að rekja mörghundruð ár aftur í tímann. EPA/Andy Rain Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum. Ræða konungs er eins konar stikla af komandi störfum ríkisstjórnarinnar þar sem farið er yfir stefnur og mögulega löggjöf sem hún hyggst gera á kjörtímabilinu. Síðast í nóvember flutti konungur ræðu Rishi Sunaks þáverandi forsætisráðherra en nú er Keir Starmer tekinn við. Konungurinn mun fara frá Buckingham-höll í gullhúðaða vagni konungsins í þinghúsið. Þá verður kórónan sett á höfuð honum og hann sest í hásætið. Ræðan verður flutt úr hásæti konungs klukkan 10:30 á íslenskum tíma. Ræðuhöldunum fylgja alls konar skrautlegar og sögulegar athafnir sem fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins er búist við að konungurinn muni afhjúpa ríflega 35 frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarliðar Verkamannaflokksins hafa sagt að þeir muni einblína á að bæta lífsskilyrði verkafólks og að metnaðarfull löggjafaráætlun sé í smíðum. Í ofangreindri metnaðarfullri löggjafaráætlun felst meðal annars frumvarp um að koma breskum lestarsamgöngum aftur í eigu hins opinbera þegar samningar ríkisins við einkarekstraraðila renna út. Verkamannaflokkurinn stefnir að því að sofna nýtt opinbert félag sem ber nafnið Great British Railways eða Stórbreskar járnbrautir sem mun hafa umsjón með lestarsamgöngum í landinu. Þá er einnig á döfinni ný áætlun í húsnæðis- og innviðauppbyggingu ásamt frumvarpi um frekara valdaafsal til ríkisstjórna Skotlands, Wales og Norður-Írlands. Bretland Karl III Bretakonungur Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Ræða konungs er eins konar stikla af komandi störfum ríkisstjórnarinnar þar sem farið er yfir stefnur og mögulega löggjöf sem hún hyggst gera á kjörtímabilinu. Síðast í nóvember flutti konungur ræðu Rishi Sunaks þáverandi forsætisráðherra en nú er Keir Starmer tekinn við. Konungurinn mun fara frá Buckingham-höll í gullhúðaða vagni konungsins í þinghúsið. Þá verður kórónan sett á höfuð honum og hann sest í hásætið. Ræðan verður flutt úr hásæti konungs klukkan 10:30 á íslenskum tíma. Ræðuhöldunum fylgja alls konar skrautlegar og sögulegar athafnir sem fylgjast má með í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins er búist við að konungurinn muni afhjúpa ríflega 35 frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnarliðar Verkamannaflokksins hafa sagt að þeir muni einblína á að bæta lífsskilyrði verkafólks og að metnaðarfull löggjafaráætlun sé í smíðum. Í ofangreindri metnaðarfullri löggjafaráætlun felst meðal annars frumvarp um að koma breskum lestarsamgöngum aftur í eigu hins opinbera þegar samningar ríkisins við einkarekstraraðila renna út. Verkamannaflokkurinn stefnir að því að sofna nýtt opinbert félag sem ber nafnið Great British Railways eða Stórbreskar járnbrautir sem mun hafa umsjón með lestarsamgöngum í landinu. Þá er einnig á döfinni ný áætlun í húsnæðis- og innviðauppbyggingu ásamt frumvarpi um frekara valdaafsal til ríkisstjórna Skotlands, Wales og Norður-Írlands.
Bretland Karl III Bretakonungur Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent