„Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2024 11:30 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands lýsir því að atvik við úthlutun matargjafa Fjölskylduhjálpar í Iðufelli í Breiðholti á þriðjudag hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Þar hafi gríðarlegur fjöldi fólks verið samankominn til að sækja mat. Tveir erlendir menn hafi þá krafist þess að fara fram fyrir röðina. „Þá byrjuðu þeir bara að hóta sjálfboðaliðunum og hóta að fara heim til þeirra og slíkt, þannig að það var hringt á lögregluna,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. Hún fór einnig ítarlega yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrjú útköll í Iðufellið á árinu Mennirnir hafi verið á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa lögreglumenn þrisvar verið kallaðir að húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðufelli það sem af er ári. „Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en eins og andinn er í þjóðfélaginu þá hefur maður ekki viljað segja frá því, því að þegar eitthvað er sagt í sambandi við útlendinga er maður bara stimplaður sem rasisti og er algjörlega hogginn í spað á netinu.“ Er ekki svolítið ósanngjarnt að láta hegðun kannski frekar fárra bitna á stærri hópi? „Ég get svarað því þannig að þetta eru ekkert fáir einstaklingar og við getum ekki látið þetta ganga yfir fólk sem eru Íslendingar, prúðir og koma vel fram. Og meirihlutinn af innflytjendum, þeir eru prúðir og huggulegt fólk, en svona verðum við einhvern veginn að bregðast við.“ Ekkert annað í stöðunni Ásgerður segir að enn eigi eftir að útfæra breytt fyrirkomulag nákvæmlega. Fjölskylduhjálp hafi einu sinni áður gripið til þess að hafa sérdaga fyrir Íslendinga og sérdaga fyrir útlendinga. Ásgerður segir að með þessu muni þjónustan við útlendingana þó ekki bíða hnekki. En þetta hljómar nú svolítið eins og mismunun, að hólfa þetta svona niður? „Já, þú getur túlkað það eins og þú vilt. Og þetta er týpískt fyrir það hvernig ákveðnir hópar í þjóðfélaginu vilja túlka þetta en einhvern veginn verðum við að bregðast við,“ segir Ásgerður. „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti. Það hefur sjálfsagt enginn hjálpað jafnmörgum útlendingum og við höfum gert í Fjölskylduhjálpinni.“ Félagsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands lýsir því að atvik við úthlutun matargjafa Fjölskylduhjálpar í Iðufelli í Breiðholti á þriðjudag hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Þar hafi gríðarlegur fjöldi fólks verið samankominn til að sækja mat. Tveir erlendir menn hafi þá krafist þess að fara fram fyrir röðina. „Þá byrjuðu þeir bara að hóta sjálfboðaliðunum og hóta að fara heim til þeirra og slíkt, þannig að það var hringt á lögregluna,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. Hún fór einnig ítarlega yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrjú útköll í Iðufellið á árinu Mennirnir hafi verið á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa lögreglumenn þrisvar verið kallaðir að húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðufelli það sem af er ári. „Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en eins og andinn er í þjóðfélaginu þá hefur maður ekki viljað segja frá því, því að þegar eitthvað er sagt í sambandi við útlendinga er maður bara stimplaður sem rasisti og er algjörlega hogginn í spað á netinu.“ Er ekki svolítið ósanngjarnt að láta hegðun kannski frekar fárra bitna á stærri hópi? „Ég get svarað því þannig að þetta eru ekkert fáir einstaklingar og við getum ekki látið þetta ganga yfir fólk sem eru Íslendingar, prúðir og koma vel fram. Og meirihlutinn af innflytjendum, þeir eru prúðir og huggulegt fólk, en svona verðum við einhvern veginn að bregðast við.“ Ekkert annað í stöðunni Ásgerður segir að enn eigi eftir að útfæra breytt fyrirkomulag nákvæmlega. Fjölskylduhjálp hafi einu sinni áður gripið til þess að hafa sérdaga fyrir Íslendinga og sérdaga fyrir útlendinga. Ásgerður segir að með þessu muni þjónustan við útlendingana þó ekki bíða hnekki. En þetta hljómar nú svolítið eins og mismunun, að hólfa þetta svona niður? „Já, þú getur túlkað það eins og þú vilt. Og þetta er týpískt fyrir það hvernig ákveðnir hópar í þjóðfélaginu vilja túlka þetta en einhvern veginn verðum við að bregðast við,“ segir Ásgerður. „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti. Það hefur sjálfsagt enginn hjálpað jafnmörgum útlendingum og við höfum gert í Fjölskylduhjálpinni.“
Félagsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Sjá meira
Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36