„Það er frábært bíóveður“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2024 12:23 Barna- og unglingadaksráin á hátíðinni er veglegri en undanfarin ár. Aðsend Stofnandi heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs sem fer fram um helgina segir ekkert annað að gera við veðurfarinu en að drífa sig á Akranes og ylja sér inn í Bíóhöllinni. Þetta er í sjötta sinn sem að hátíðin fer fram og dagskráin vegleg. IceDocs hófst með pompi og prakt í gær á Akranesi en Ingibjörg Halldórsdóttir, ein stofnenda hátíðarinnar, segir viðburðin aldrei hafa verið stærri og að fjöldi erlendra listamanna sæki eftir því að fá mynd sína sýnda á ári hverju. „Við sýnum sem sagt svona skapandi heimildamyndir sem er svona listform sem er ekkert rosalega þekkt en þetta eru heimildamyndir sem eru eins og bíómyndir þegar maður er að horfa á þær. Þannig þær geta verið spennumyndir og geta verið gamanmyndir og allt þar á milli.“ Skoðuðu 600 myndir Þriggja manna teymi IceDocs fór yfir um 600 heimildarmyndir alls staðar að úr heiminum og völdu úr því fyrir hátíðina. Ingibjörg segir mikilvægt að velja þær myndir sem eru sem ferskastar og áhugaverðastar en einnig reyna þau að sérsníða dagskránna þannig að Íslendingar fái sem mest úr henni. „Við erum orðin tiltölulega þekkt innan þessa heims, sem hátíð sem er gaman að heimsækja, þannig við fáum talsvert af erlendum gestum og í ár eru allar keppnismyndirnar okkar með gest með sem eru þá með spurt og svarað um sýningu.“ Ekki annað hægt en að drífa sig Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram en að sögn Ingibjargar leggja þau sérstaka áherslu á barna- og unglingadagskrá í ár sem sé vegleg. Í gær hófst ókeypis námskeið í heimildamyndagerð fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára en að því loknu eru heimildarmyndir barnanna frumsýndar í Bíóhöllinni. „Í rauninni ljúkum við alltaf kvöldinu með léttum og skemmtilegum viðburðum, eins og í kvöld verður BarSvar með Níels Girerd og svo eru einhverjir ljúfir tónar og skemmtilegheit.“ Ingibjörg segist fagna veðrinu sem henti vel fyrir heimildarmyndahátíð. „Það er frábært bíóveður við skulum bara kalla þetta bíóveður er það ekki? Það er ekkert annað hægt en að drífa sig á Skagann og koma í bíó.“ Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
IceDocs hófst með pompi og prakt í gær á Akranesi en Ingibjörg Halldórsdóttir, ein stofnenda hátíðarinnar, segir viðburðin aldrei hafa verið stærri og að fjöldi erlendra listamanna sæki eftir því að fá mynd sína sýnda á ári hverju. „Við sýnum sem sagt svona skapandi heimildamyndir sem er svona listform sem er ekkert rosalega þekkt en þetta eru heimildamyndir sem eru eins og bíómyndir þegar maður er að horfa á þær. Þannig þær geta verið spennumyndir og geta verið gamanmyndir og allt þar á milli.“ Skoðuðu 600 myndir Þriggja manna teymi IceDocs fór yfir um 600 heimildarmyndir alls staðar að úr heiminum og völdu úr því fyrir hátíðina. Ingibjörg segir mikilvægt að velja þær myndir sem eru sem ferskastar og áhugaverðastar en einnig reyna þau að sérsníða dagskránna þannig að Íslendingar fái sem mest úr henni. „Við erum orðin tiltölulega þekkt innan þessa heims, sem hátíð sem er gaman að heimsækja, þannig við fáum talsvert af erlendum gestum og í ár eru allar keppnismyndirnar okkar með gest með sem eru þá með spurt og svarað um sýningu.“ Ekki annað hægt en að drífa sig Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram en að sögn Ingibjargar leggja þau sérstaka áherslu á barna- og unglingadagskrá í ár sem sé vegleg. Í gær hófst ókeypis námskeið í heimildamyndagerð fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára en að því loknu eru heimildarmyndir barnanna frumsýndar í Bíóhöllinni. „Í rauninni ljúkum við alltaf kvöldinu með léttum og skemmtilegum viðburðum, eins og í kvöld verður BarSvar með Níels Girerd og svo eru einhverjir ljúfir tónar og skemmtilegheit.“ Ingibjörg segist fagna veðrinu sem henti vel fyrir heimildarmyndahátíð. „Það er frábært bíóveður við skulum bara kalla þetta bíóveður er það ekki? Það er ekkert annað hægt en að drífa sig á Skagann og koma í bíó.“
Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira