Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:03 Dómurinn sem verður tekinn upp að nýju var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023. Dómsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023.
Dómsmál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira