Fyrir lokaholu dagsins leit út fyrir að Shane Lowry frá Írlandi yrði jafn Brown á fimm höggum undir pari en Brown hafði önnur plön. Hann tryggði sér fyrsta sætið að loknum fyrsta hring og skildi Lowry eftir í öðru sæti.
The clubhouse leader: Daniel Brown.
— The Open (@TheOpen) July 18, 2024
With a round of 65, he leads The 152nd Open. pic.twitter.com/7ZaHAXQp1e
A 66 on Thursday for Shane Lowry.
— The Open (@TheOpen) July 18, 2024
The Irishman leads The 152nd Open. pic.twitter.com/CdcUTUcAKC
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er svo í þriðja sæti á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma sjö kylfingar jafnir á tveimur höggum undir pari. Goðsögnin Tiger Woods átti gríðarlega erfitt uppdráttar í dag og er sem stendur í 138. sæti ásamt fjölda annarra kylfinga á átta höggum yfir pari.
Reminiscing.
— The Open (@TheOpen) July 18, 2024
Tiger with some bunker magic on the 16th. pic.twitter.com/qJjD7fEtSI
Opna meistaramótið heldur áfram á rásum Stöðvar 2 Sport á morgun. Útsending hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 05.30 í fyrramálið.