Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 16:56 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Á dögunum veitti Matvælastofnun Arnarlaxi umdeilt leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meðal þess sem hefur verið harðlega gagnrýnt í tengslum við leyfisveitinguna er að svo virðist sem hún hafi verið í trássi við öryggi sjófarenda og vilja Samgöngustofu. Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir í færslu á Facebook að mikilvægt að allar ákvarðanir standist skoðun. Umræðan um þessa tilteknu ákvörðun hafi þó ekki aðeins staðið um efni málsins heldur um persónulega ábyrgð starfsfólks stofnunarinnar. Í takt við þróun erlendis Bjarkey segir að þetta sé í takt við þá þróun sem sést hafi víða erlendis þar sem starfsfólk opinberra stofnanna sé dregið inn í umræðuna í nafni persónulegrar ábyrgðar gagnvart ákvörðunum þeirra stofnanna sem þau starfa fyrir. Meðal þeirra sem velt hafa upp persónulegri ábyrgð starfsfólks MAST er Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna,“ sagði hann í samtali við Vísi á dögunum. Starfsfólk sé jafnvel nafngreint Bjarkey segir að starfsfólk stofnana sé jafnvel nafngreint, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess og þar með þeirra verkefna sem það sinnir hverju sinni. „Á þennan hátt er nú vegið að starfsheiðri starfsfólks undirstofnunar matvælaráðuneytisins.“ Þetta segir Bjarkey „geigvænlega þróun“, sem sé til þess fallin að skapa farveg fyrir óábyrga umræðu þar sem óstaðfestar fullyrðingar um meint óheilindi starfsfólks grasseri og grafi undan trausti til opinberra stofnana og trausti í samfélaginu. „Þau sem taka sér það ábyrgðarhlutverk að berjast fyrir hagsmunum almennings og veita hinu opinbera aðhald þurfa að fara með þá ábyrgð af kostgæfni. Í því felst að beina sjónum sínum að stjórnvöldum, að stofnunum og efni málsins en ekki að starfsfólki enda er ekkert sem gefur tilefni til tortryggni í garð starfsfólks Matvælastofnunar. Sú umræða á einfaldlega ekki rétt á sér.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á dögunum veitti Matvælastofnun Arnarlaxi umdeilt leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meðal þess sem hefur verið harðlega gagnrýnt í tengslum við leyfisveitinguna er að svo virðist sem hún hafi verið í trássi við öryggi sjófarenda og vilja Samgöngustofu. Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir í færslu á Facebook að mikilvægt að allar ákvarðanir standist skoðun. Umræðan um þessa tilteknu ákvörðun hafi þó ekki aðeins staðið um efni málsins heldur um persónulega ábyrgð starfsfólks stofnunarinnar. Í takt við þróun erlendis Bjarkey segir að þetta sé í takt við þá þróun sem sést hafi víða erlendis þar sem starfsfólk opinberra stofnanna sé dregið inn í umræðuna í nafni persónulegrar ábyrgðar gagnvart ákvörðunum þeirra stofnanna sem þau starfa fyrir. Meðal þeirra sem velt hafa upp persónulegri ábyrgð starfsfólks MAST er Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna,“ sagði hann í samtali við Vísi á dögunum. Starfsfólk sé jafnvel nafngreint Bjarkey segir að starfsfólk stofnana sé jafnvel nafngreint, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess og þar með þeirra verkefna sem það sinnir hverju sinni. „Á þennan hátt er nú vegið að starfsheiðri starfsfólks undirstofnunar matvælaráðuneytisins.“ Þetta segir Bjarkey „geigvænlega þróun“, sem sé til þess fallin að skapa farveg fyrir óábyrga umræðu þar sem óstaðfestar fullyrðingar um meint óheilindi starfsfólks grasseri og grafi undan trausti til opinberra stofnana og trausti í samfélaginu. „Þau sem taka sér það ábyrgðarhlutverk að berjast fyrir hagsmunum almennings og veita hinu opinbera aðhald þurfa að fara með þá ábyrgð af kostgæfni. Í því felst að beina sjónum sínum að stjórnvöldum, að stofnunum og efni málsins en ekki að starfsfólki enda er ekkert sem gefur tilefni til tortryggni í garð starfsfólks Matvælastofnunar. Sú umræða á einfaldlega ekki rétt á sér.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira