Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en maðurinn er sagður hafa hlotið minniháttar meiðsli við fallið.
Einnig barst tilkynning um vinnuslys í Hafnarfirði þar sem maður er sagður hafa farið með fingur í sög með þeim afleiðingum að hann tók fingurinn næstum af. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar, að sögn lögreglu.
Einnig komu þjófnaðarmál og minniháttar umferðarslys inn á borð lögreglu í dag. Þá hafði hún afskipti af ökumanni sem reyndist sviptur ökuréttindum.