„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 16:55 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn en vildi rautt á andstæðinginn. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. „Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“ Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti