Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. júlí 2024 19:16 Natasha í stórleik Íslands og Þýskalands á dögunum. Vísir/Anton Brink Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. Sigurinn var gríðarlega torsóttur og kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Um var að ræða sjálfsmark en Valskonum gat vart verið meira sama, níundi sigurinn í röð og liðið jafnt Blikum á toppnum. Það var því glöð Natasha sem mætti í viðtal eftir leik. „Kíkti á hvaða leikur væri fyrst og sá Keflavík, geggjað. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og ég á enn margar vinkonur í liðinu en þetta var skemmtilegt, líka skemmtilegt að við höfum unnið,“ sagði Natasha sem spilaði með Keflavík frá 2017 til 2021. „Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum og vorum að finna svæði, fengum mörg færi en þurfum að klára þau í næsta leik,“ sagði Natasha en Valskonur skutu tvívegis í stöng sem og þær misnýttu þónokkur dauðafæri í dag. „Það var erfitt andlega að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi. Ég meiddist mjög snemma, náði að koma til baka og spila en það var upp og niður. Loksins fannst mér bara að ég þyrfti að spila meira og ákvað að koma heim. Það er mjög fínt að vera saman með fjölskyldunni líka,“ sagði Natasha um heimkomu sína. Hún er nýgengin í raðir Vals frá norska liðinu Brann og sagði Val alltaf hafa verið fyrsta kost í sinni bók. „Mér fannst eins og ég myndi líða vel hérna, þekki margar í liðinu og leist mjög vel á þjálfarateymið svo þetta var auðveld ákvörðun.“ „Gott að fá það, og fá tækifærið að spila þar. Koma með það sjálfstraust inn í þennan leik svo ég var mjög ánægð,“ sagði Natasha að endingu um landsleikjapásuna sem er nýafstaðin en Natasha stóð vaktina óvænt í vinstri bakverði í ótrúlegum 3-0 sigri Íslands á Þýskalandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Sigurinn var gríðarlega torsóttur og kom sigurmarkið ekki fyrr en í uppbótartíma. Um var að ræða sjálfsmark en Valskonum gat vart verið meira sama, níundi sigurinn í röð og liðið jafnt Blikum á toppnum. Það var því glöð Natasha sem mætti í viðtal eftir leik. „Kíkti á hvaða leikur væri fyrst og sá Keflavík, geggjað. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og ég á enn margar vinkonur í liðinu en þetta var skemmtilegt, líka skemmtilegt að við höfum unnið,“ sagði Natasha sem spilaði með Keflavík frá 2017 til 2021. „Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum og vorum að finna svæði, fengum mörg færi en þurfum að klára þau í næsta leik,“ sagði Natasha en Valskonur skutu tvívegis í stöng sem og þær misnýttu þónokkur dauðafæri í dag. „Það var erfitt andlega að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi. Ég meiddist mjög snemma, náði að koma til baka og spila en það var upp og niður. Loksins fannst mér bara að ég þyrfti að spila meira og ákvað að koma heim. Það er mjög fínt að vera saman með fjölskyldunni líka,“ sagði Natasha um heimkomu sína. Hún er nýgengin í raðir Vals frá norska liðinu Brann og sagði Val alltaf hafa verið fyrsta kost í sinni bók. „Mér fannst eins og ég myndi líða vel hérna, þekki margar í liðinu og leist mjög vel á þjálfarateymið svo þetta var auðveld ákvörðun.“ „Gott að fá það, og fá tækifærið að spila þar. Koma með það sjálfstraust inn í þennan leik svo ég var mjög ánægð,“ sagði Natasha að endingu um landsleikjapásuna sem er nýafstaðin en Natasha stóð vaktina óvænt í vinstri bakverði í ótrúlegum 3-0 sigri Íslands á Þýskalandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti