LeBron kom í veg fyrir ein óvæntustu úrslit körfuboltasögunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 10:30 LeBron James bjargaði andliti Bandaríkjamanna gegn Suður-Súdönum í gær. getty/Aaron Chown Ekki mátti miklu muna að ein óvæntustu úrslit körfuboltasögunnar litu dagsins ljós í London í gær þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna mætti Suður-Súdan í æfingaleik. LeBron James bjargaði andliti Bandaríkjamanna. Suður-Súdanir voru alls óhræddir við bandarísku stjörnurnar og náðu mest sextán stiga forskoti í leiknum. Og þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom JD Thor, fyrrverandi leikmaður Charlotte Hornets, Suður-Súdan yfir með þriggja stiga körfu, 99-100. Þá tók hinn 39 ára LeBron málin í sínar hendur og kom Bandaríkjunum yfir þegar átta sekúndur voru eftir. Það reyndist sigurkarfa leiksins þrátt fyrir að Suður-Súdan hefði fengið tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokasekúndunum. IT'S WHAT HE DOES. 🥶🇺🇸 #USABMNT x 📺 @FoxSports pic.twitter.com/zGBz6TJ54T— USA Basketball (@usabasketball) July 20, 2024 „Við tökum ekkert af Suður-Súdan. Þeir spiluðu einstaklega góðan körfubolta og það er þess vegna sem leikurinn vinnst á gólfinu en ekki á pappír,“ sagði LeBron sem skoraði 25 stig í leiknum í O2 höllinni í London. Suður-Súdan er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika og miðað við frammistöðuna í gær getur liðið vel látið að sér kveða í París. Ekki er langt síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði og körfuboltalið þjóðarinnar hefur aðeins verið til í nokkur ár. Carlik Jones, sem var eitt sinn á mála hjá Chicago Bulls, var með þrefalda tvennu í gær; fimmtán stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar, og Marial Shayok, fyrrverandi leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 24 stig og hitti úr sex af tólf þriggja stiga skotum sínum. NBA Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Súdan Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Suður-Súdanir voru alls óhræddir við bandarísku stjörnurnar og náðu mest sextán stiga forskoti í leiknum. Og þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom JD Thor, fyrrverandi leikmaður Charlotte Hornets, Suður-Súdan yfir með þriggja stiga körfu, 99-100. Þá tók hinn 39 ára LeBron málin í sínar hendur og kom Bandaríkjunum yfir þegar átta sekúndur voru eftir. Það reyndist sigurkarfa leiksins þrátt fyrir að Suður-Súdan hefði fengið tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokasekúndunum. IT'S WHAT HE DOES. 🥶🇺🇸 #USABMNT x 📺 @FoxSports pic.twitter.com/zGBz6TJ54T— USA Basketball (@usabasketball) July 20, 2024 „Við tökum ekkert af Suður-Súdan. Þeir spiluðu einstaklega góðan körfubolta og það er þess vegna sem leikurinn vinnst á gólfinu en ekki á pappír,“ sagði LeBron sem skoraði 25 stig í leiknum í O2 höllinni í London. Suður-Súdan er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika og miðað við frammistöðuna í gær getur liðið vel látið að sér kveða í París. Ekki er langt síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði og körfuboltalið þjóðarinnar hefur aðeins verið til í nokkur ár. Carlik Jones, sem var eitt sinn á mála hjá Chicago Bulls, var með þrefalda tvennu í gær; fimmtán stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar, og Marial Shayok, fyrrverandi leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 24 stig og hitti úr sex af tólf þriggja stiga skotum sínum.
NBA Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Súdan Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira