LeBron kom í veg fyrir ein óvæntustu úrslit körfuboltasögunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 10:30 LeBron James bjargaði andliti Bandaríkjamanna gegn Suður-Súdönum í gær. getty/Aaron Chown Ekki mátti miklu muna að ein óvæntustu úrslit körfuboltasögunnar litu dagsins ljós í London í gær þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna mætti Suður-Súdan í æfingaleik. LeBron James bjargaði andliti Bandaríkjamanna. Suður-Súdanir voru alls óhræddir við bandarísku stjörnurnar og náðu mest sextán stiga forskoti í leiknum. Og þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom JD Thor, fyrrverandi leikmaður Charlotte Hornets, Suður-Súdan yfir með þriggja stiga körfu, 99-100. Þá tók hinn 39 ára LeBron málin í sínar hendur og kom Bandaríkjunum yfir þegar átta sekúndur voru eftir. Það reyndist sigurkarfa leiksins þrátt fyrir að Suður-Súdan hefði fengið tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokasekúndunum. IT'S WHAT HE DOES. 🥶🇺🇸 #USABMNT x 📺 @FoxSports pic.twitter.com/zGBz6TJ54T— USA Basketball (@usabasketball) July 20, 2024 „Við tökum ekkert af Suður-Súdan. Þeir spiluðu einstaklega góðan körfubolta og það er þess vegna sem leikurinn vinnst á gólfinu en ekki á pappír,“ sagði LeBron sem skoraði 25 stig í leiknum í O2 höllinni í London. Suður-Súdan er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika og miðað við frammistöðuna í gær getur liðið vel látið að sér kveða í París. Ekki er langt síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði og körfuboltalið þjóðarinnar hefur aðeins verið til í nokkur ár. Carlik Jones, sem var eitt sinn á mála hjá Chicago Bulls, var með þrefalda tvennu í gær; fimmtán stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar, og Marial Shayok, fyrrverandi leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 24 stig og hitti úr sex af tólf þriggja stiga skotum sínum. NBA Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Súdan Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Suður-Súdanir voru alls óhræddir við bandarísku stjörnurnar og náðu mest sextán stiga forskoti í leiknum. Og þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom JD Thor, fyrrverandi leikmaður Charlotte Hornets, Suður-Súdan yfir með þriggja stiga körfu, 99-100. Þá tók hinn 39 ára LeBron málin í sínar hendur og kom Bandaríkjunum yfir þegar átta sekúndur voru eftir. Það reyndist sigurkarfa leiksins þrátt fyrir að Suður-Súdan hefði fengið tækifæri til að tryggja sér sigurinn á lokasekúndunum. IT'S WHAT HE DOES. 🥶🇺🇸 #USABMNT x 📺 @FoxSports pic.twitter.com/zGBz6TJ54T— USA Basketball (@usabasketball) July 20, 2024 „Við tökum ekkert af Suður-Súdan. Þeir spiluðu einstaklega góðan körfubolta og það er þess vegna sem leikurinn vinnst á gólfinu en ekki á pappír,“ sagði LeBron sem skoraði 25 stig í leiknum í O2 höllinni í London. Suður-Súdan er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika og miðað við frammistöðuna í gær getur liðið vel látið að sér kveða í París. Ekki er langt síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði og körfuboltalið þjóðarinnar hefur aðeins verið til í nokkur ár. Carlik Jones, sem var eitt sinn á mála hjá Chicago Bulls, var með þrefalda tvennu í gær; fimmtán stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar, og Marial Shayok, fyrrverandi leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 24 stig og hitti úr sex af tólf þriggja stiga skotum sínum.
NBA Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Súdan Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira