Mótmæla ferðamönnum á Majorka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 14:55 Milljónir ferðamanna heimsækja Majorka á ári hverju. Getty/Clara Margais Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“ Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar. Spánn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar.
Spánn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira