„Væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 10:00 Davíð Tómas Tómasson hefur dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Vísir/Hulda Margrét Íslenski körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson náði stóru markmiði um helgina þegar hann dæmdi undanúrslitaleik á EM 20 ára landsliða í Póllandi. Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan. Subway-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan.
Subway-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti