Mikill meirihluti landsmanna mótfallinn sjókvíaeldi Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 11:25 Samkvæmt nýrri könnun vilja sextíu prósent landsmanna hreinlega banna sjókvíaeldi. vísir/einar Í nýrri könnun Gallups kemur fram að rúm sextíu og fimm prósent þjóðarinnar er andsnúin sjókvíaeldi meðan tæp fjórtán prósent eru jákvæð. Í helstu niðurstöðum kemur fram að 65,4 prósent eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma. Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins. Þetta segir Jón Kaldal en könnunin er unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Úrtak könnunarinnar var 1948, fjöldi svarenda var 915 sem þýðir að þátttökuhlutfall mælist 47 prósent. Könnunina má finna í viðtengdum skjölum hér neðar. Jón fagnar niðurstöðu könnunarinnar og telur hana meðal annars lýsa því að auglýsingaherferð SFS nái ekki máli. Jón telur engan vafa leika á um að staða baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum sé ótrúlega sterk. En óttast hann ekki að þeir sem eru hlynntir sjókvíaeldi muni afskrifa niðurstöðurnar á altari þess að könnunin er gerð að undirlagi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. „Nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Gallup vinnur könnunina eftir sinni viðurkenndu vísindalegu aðferðarfræði. Því til viðbótar hafa önnur könnunarfyrirtæki líka kannað afstöðu þjóðarinnar í þessum efnum að eigin frumkvæði og niðurstöðurnar nánast eins. Fjórum til fimm sinnum fleiri eru á móti þessum skaðlega iðnaði en styðja hann,“ segir Jón. Í könnuninni má lesa ríka andstöðu við sjókvíaeldi: Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi - í öllum aldurs- og tekjuhópum - meðal karla og kvenna - í öllum kjördæmum - meðal kjósenda allra flokka Afstaða greind eftir flokkapólitík Neikvæðni í garð sjókvíaeldis er yfir 50 prósent meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar er þó andstaðan mun meiri en stuðningurinn: Sjálfstæðisflokkur 43% neikvæð 22% jákvæð 35% hvorki né Framsóknarflokkur 39% neikvæð 32% jákvæð 29% hvorki né Mest er andstaðan meðal þeirra sem styðja Pírata og Samfylkinguna: Píratar 97% neikvæð 0% jákvæð 3% hvorki né Samfylkingin: 78% neikvæð 11% jákvæð 11%% hvorki né Auglýsingaherferð SFS skilar litlu Jón segir niðurstöðurnar sérlega gleðilegar í ljósi þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur rekið nokkuð harða ímyndarauglýsingabaráttu að undanförnu. „SFS er líklega búið að láta framleiða og birta sjónvarps- og netauglýsingar sem kosta um það bil tvöfalt það sem kostar að reka Íslenska náttúruverndarsjóðinn á ári. Ánægjulegt að fá staðfest að þjóðin sér í gegnum þennan glansmyndar áróður SFS,“ segir Jón. Tengd skjöl 4035840_Sjókvíaeldi_170724PDF358KBSækja skjal Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lax Fiskeldi Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í helstu niðurstöðum kemur fram að 65,4 prósent eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma. Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins. Þetta segir Jón Kaldal en könnunin er unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Úrtak könnunarinnar var 1948, fjöldi svarenda var 915 sem þýðir að þátttökuhlutfall mælist 47 prósent. Könnunina má finna í viðtengdum skjölum hér neðar. Jón fagnar niðurstöðu könnunarinnar og telur hana meðal annars lýsa því að auglýsingaherferð SFS nái ekki máli. Jón telur engan vafa leika á um að staða baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum sé ótrúlega sterk. En óttast hann ekki að þeir sem eru hlynntir sjókvíaeldi muni afskrifa niðurstöðurnar á altari þess að könnunin er gerð að undirlagi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. „Nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Gallup vinnur könnunina eftir sinni viðurkenndu vísindalegu aðferðarfræði. Því til viðbótar hafa önnur könnunarfyrirtæki líka kannað afstöðu þjóðarinnar í þessum efnum að eigin frumkvæði og niðurstöðurnar nánast eins. Fjórum til fimm sinnum fleiri eru á móti þessum skaðlega iðnaði en styðja hann,“ segir Jón. Í könnuninni má lesa ríka andstöðu við sjókvíaeldi: Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi - í öllum aldurs- og tekjuhópum - meðal karla og kvenna - í öllum kjördæmum - meðal kjósenda allra flokka Afstaða greind eftir flokkapólitík Neikvæðni í garð sjókvíaeldis er yfir 50 prósent meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar er þó andstaðan mun meiri en stuðningurinn: Sjálfstæðisflokkur 43% neikvæð 22% jákvæð 35% hvorki né Framsóknarflokkur 39% neikvæð 32% jákvæð 29% hvorki né Mest er andstaðan meðal þeirra sem styðja Pírata og Samfylkinguna: Píratar 97% neikvæð 0% jákvæð 3% hvorki né Samfylkingin: 78% neikvæð 11% jákvæð 11%% hvorki né Auglýsingaherferð SFS skilar litlu Jón segir niðurstöðurnar sérlega gleðilegar í ljósi þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur rekið nokkuð harða ímyndarauglýsingabaráttu að undanförnu. „SFS er líklega búið að láta framleiða og birta sjónvarps- og netauglýsingar sem kosta um það bil tvöfalt það sem kostar að reka Íslenska náttúruverndarsjóðinn á ári. Ánægjulegt að fá staðfest að þjóðin sér í gegnum þennan glansmyndar áróður SFS,“ segir Jón. Tengd skjöl 4035840_Sjókvíaeldi_170724PDF358KBSækja skjal
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lax Fiskeldi Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent