Fá hundrað milljónir til að þróa gervigreind Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2024 12:19 Frá stofnfundi rannsóknarverkefnisins i höfuðstöðvum EUROCONTROL í Brussel sem haldinn var í júní en fulltrúar Tern Systems á fundinum voru þau Urszula Kasperska, Hólmfríður Elvarsdóttir og Gunnar Magnússon. Tern systems Tern Systems hefur hlotið styrk að upphæð 637.000 evrur úr SESAR rannóknar- og nýsköpunarsjóðnum, sem er hluti af Horizon styrkjasjóði Evrópusambandsins. SESAR, Single European Sky ATM Research, verkefnið miðar að því að nútímavæða og samræma flugumferðarstjórnunarkerfi, ATM, um alla Evrópu og er ætlað að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni flugumferð, með því að þróa nýstárlega tækni og ferla fyrir skilvirkari og sjálfbærari flugsamgöngur. Í fréttatilkynningu um styrkveitinguna segir að Tern Systems hafi hlotið styrkinn til rannsókna og þróunar á sviði gervigreindar en markmið rannsóknarverkefnisins sé að þróa gervigreindarlausn til að auka öryggi stjórnunar á flugumferð. Gervigreind aðstoðar flugumferðarstjóra Verkefnið sem hlotið hefur nafnið AWARE gangi út á að þróa gervigreindarhugbúnað sem búi yfir ástandsvitund og aðstoði flugumferðastjórann með því að koma með tillögur að aðgerðum eða með því að leysa fyrir hann einföld verkefni. Þetta geri flugumferðastjóranum kleift að takast á við mjög flókin verkefni en á sama tíma minnka vinnuálag. Samstarfsaðilar Tern Systems í rannsóknarverkefninu séu Háskólinn í Zagreb, Alþjóðasamband samtaka flugumferðarstjóra (IFATCA), Sænska flugleiðsöguþjónustan (LFV), SLOT Consulting frá Ungverjalandi, Úkraínska flugleiðsöguþjónustan (UkSATSE), Tækniháskólinn í Madríd, Háskólinn í Linz og Tækniháskólinn í Zurich. Mikið ánægjuefni „Það er mikið ánægjuefni og viðurkenning fyrir okkur hjá Tern Systems að hljóta þennan styrk úr SESAR rannsóknar- og nýsköpunarsjóðnum. Stefna Tern Systems er að stuðla að öryggi og hagkvæmni í flugumferðarstjórn með framsýni og nýsköpun að leiðarljósi og mun styrkurinn gera okkur kleift að setja enn meiri kraft í rannsóknar og þróunarstarf fyrirtækisins,“ er haft eftir Magnúsi Má Þórðarsyni, framkvæmdastjóri Tern Systems. Gervigreind Nýsköpun Fréttir af flugi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Sjá meira
Í fréttatilkynningu um styrkveitinguna segir að Tern Systems hafi hlotið styrkinn til rannsókna og þróunar á sviði gervigreindar en markmið rannsóknarverkefnisins sé að þróa gervigreindarlausn til að auka öryggi stjórnunar á flugumferð. Gervigreind aðstoðar flugumferðarstjóra Verkefnið sem hlotið hefur nafnið AWARE gangi út á að þróa gervigreindarhugbúnað sem búi yfir ástandsvitund og aðstoði flugumferðastjórann með því að koma með tillögur að aðgerðum eða með því að leysa fyrir hann einföld verkefni. Þetta geri flugumferðastjóranum kleift að takast á við mjög flókin verkefni en á sama tíma minnka vinnuálag. Samstarfsaðilar Tern Systems í rannsóknarverkefninu séu Háskólinn í Zagreb, Alþjóðasamband samtaka flugumferðarstjóra (IFATCA), Sænska flugleiðsöguþjónustan (LFV), SLOT Consulting frá Ungverjalandi, Úkraínska flugleiðsöguþjónustan (UkSATSE), Tækniháskólinn í Madríd, Háskólinn í Linz og Tækniháskólinn í Zurich. Mikið ánægjuefni „Það er mikið ánægjuefni og viðurkenning fyrir okkur hjá Tern Systems að hljóta þennan styrk úr SESAR rannsóknar- og nýsköpunarsjóðnum. Stefna Tern Systems er að stuðla að öryggi og hagkvæmni í flugumferðarstjórn með framsýni og nýsköpun að leiðarljósi og mun styrkurinn gera okkur kleift að setja enn meiri kraft í rannsóknar og þróunarstarf fyrirtækisins,“ er haft eftir Magnúsi Má Þórðarsyni, framkvæmdastjóri Tern Systems.
Gervigreind Nýsköpun Fréttir af flugi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Sjá meira