Hver verður varaforsetaefni Kamölu Harris? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2024 11:27 Frá vinstri: Beshear, Kelly, Pritzker og Cooper. Getty Andy Beshear, Roy Cooper, Mark Kelly, Wes Moore, JB Pritzker, Josh Shapiro, Gretchen Whitmer og Pete Buttigieg. Hvað eiga þessir einstaklingar sameiginlegt? Jú, þeir tilheyra allir Demókrataflokknum og hafa verið nefndir til sögunnar sem möguleg varaforsetaefni Kamölu Harris. Harris tilkynnti í gær að hún hefði náð að tryggja sér nægan stuðning til að hljóta útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins. Landsþing flokksins hefst 19. ágúst næstkomandi en til stendur að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um útnefninguna fyrir 7. ágúst. Ástæðan er aðallega sú að skila verður inn framboðum í Kaliforníu og Washington áður en landsþingið fer fram, sem gæti leitt til lagaflækja ef forsetaefni Demókrata liggur ekki fyrir fyrr en þá. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur þegar gefið út að hún hyggist ekki sækjast eftir því að verða varaforsetaefni flokksins og sömu má segja um Wes Moore, ríkisstjóra Maryland. Bæði eru vonarstjörnur innan Demókrataflokksins og hafa verið orðuð við forsetaframboð árið 2028. Áður en Whitmer útilokaði framboð að þessu sinni þótti mörgum spennandi að hugsa til þess að tefla fram tveimur frambærilegum konum gegn Donald Trump og varaforsetaefninu hans J.D. Vance en menn telja þó líklegt að Harris muni velja karl með sér. Þá hefur verið nefnt að það sé skynsamlegt að viðkomandi sé vel þekktur og liðinn í einu af hinum svokölluðu „barátturíkjum“ og að viðkomandi geti höfðað til fólks hægra megin við miðjuna og til óákveðinna. Andy Beshear er einn þeirra sem uppfyllir fyrrnefndar kröfur en hann er ríkisstjóri Kentucky, þar sem Donald Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 með 30 prósentustigum. Beshear var kjörinn ríkisstjóri árið 2019 og endurkjörinn í fyrra. Hann er sagður hafa átt gott samstarf við Repúblikana og talar oft um það að vera kristinn. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, er annar en hann mun ekki geta sóst eftir endurkjöri á næsta ári vegna tímatakmarka á setu hvers ríkisstjóra í embætti. Geimfari og milljarðamæringur Mark Kelly og JB Pritzker hafa einnig verið nefndir til sögunnar en af öðrum ástæðum. Kelly er öldungadeildarþingamaður fyrir Arizona, sem er vissulega eitt af barátturíkjunum, en hann er líka fyrrverandi geimfari og eiginmaður þingkonunnar Gabby Giffords, sem lifði af banatilræði árið 2011. Kelly hefur barst fyrir umbótum á skotvopnalöggjöfinni en þykir annars fremur hófsamur vinstri maður. Pritzker er ríkisstjóri Illinois og hefur helst verið nefndur til sögunnar í tengslum við auð sinn en fjölskylda hans á Hyatt hótelkeðjuna. Pritzker er milljarðamæringur og gæti lagt verulegar fjárhæðir til kosningabaráttunnar en hann hefur einnig verið harður í gagnrýni sinni á Trump. Meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina sem varaforsetaefni er Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, nefndur sem sérstaklega sterkur kandídat. Shapiro hlaut 56 prósent atkvæða þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2022 og Harris verður að vinna Pennsylvaníu ef hún vill komast í Hvíta húsið. Það er hins vegar sagt vinna á móti Shapiro að hann er gyðingur, einarður stuðningsmaður Ísrael og talaði meðal annars gegn mótmælum gegn Ísrael á háskólalóðum fyrr á árinu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar en þykja eiga minni möguleika eru samgönguráðherrann Pete Buttigieg, viðskiptaráðherrann Gina Raimondo og Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota. Þá voru Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Raphael Warnock, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, nefndir þegar rætt var um mögulega arftaka Joe Biden en báðir þykja óheppilegur kostur sem varaforseti. Newsom þykir of vinstri sinnaður og auðvelt að hengja á hann hin margvíslegu vandamál sem íbúar Kaliforníu glíma nú við og þá þykir mönnum óráðlegt að færa Warnock til, þar sem það er næsta víst að Repúblikana myndi taka sætið hans í öldungadeildinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Hvað eiga þessir einstaklingar sameiginlegt? Jú, þeir tilheyra allir Demókrataflokknum og hafa verið nefndir til sögunnar sem möguleg varaforsetaefni Kamölu Harris. Harris tilkynnti í gær að hún hefði náð að tryggja sér nægan stuðning til að hljóta útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins. Landsþing flokksins hefst 19. ágúst næstkomandi en til stendur að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um útnefninguna fyrir 7. ágúst. Ástæðan er aðallega sú að skila verður inn framboðum í Kaliforníu og Washington áður en landsþingið fer fram, sem gæti leitt til lagaflækja ef forsetaefni Demókrata liggur ekki fyrir fyrr en þá. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur þegar gefið út að hún hyggist ekki sækjast eftir því að verða varaforsetaefni flokksins og sömu má segja um Wes Moore, ríkisstjóra Maryland. Bæði eru vonarstjörnur innan Demókrataflokksins og hafa verið orðuð við forsetaframboð árið 2028. Áður en Whitmer útilokaði framboð að þessu sinni þótti mörgum spennandi að hugsa til þess að tefla fram tveimur frambærilegum konum gegn Donald Trump og varaforsetaefninu hans J.D. Vance en menn telja þó líklegt að Harris muni velja karl með sér. Þá hefur verið nefnt að það sé skynsamlegt að viðkomandi sé vel þekktur og liðinn í einu af hinum svokölluðu „barátturíkjum“ og að viðkomandi geti höfðað til fólks hægra megin við miðjuna og til óákveðinna. Andy Beshear er einn þeirra sem uppfyllir fyrrnefndar kröfur en hann er ríkisstjóri Kentucky, þar sem Donald Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 með 30 prósentustigum. Beshear var kjörinn ríkisstjóri árið 2019 og endurkjörinn í fyrra. Hann er sagður hafa átt gott samstarf við Repúblikana og talar oft um það að vera kristinn. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, er annar en hann mun ekki geta sóst eftir endurkjöri á næsta ári vegna tímatakmarka á setu hvers ríkisstjóra í embætti. Geimfari og milljarðamæringur Mark Kelly og JB Pritzker hafa einnig verið nefndir til sögunnar en af öðrum ástæðum. Kelly er öldungadeildarþingamaður fyrir Arizona, sem er vissulega eitt af barátturíkjunum, en hann er líka fyrrverandi geimfari og eiginmaður þingkonunnar Gabby Giffords, sem lifði af banatilræði árið 2011. Kelly hefur barst fyrir umbótum á skotvopnalöggjöfinni en þykir annars fremur hófsamur vinstri maður. Pritzker er ríkisstjóri Illinois og hefur helst verið nefndur til sögunnar í tengslum við auð sinn en fjölskylda hans á Hyatt hótelkeðjuna. Pritzker er milljarðamæringur og gæti lagt verulegar fjárhæðir til kosningabaráttunnar en hann hefur einnig verið harður í gagnrýni sinni á Trump. Meðal þeirra sem eru sagðir koma til greina sem varaforsetaefni er Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, nefndur sem sérstaklega sterkur kandídat. Shapiro hlaut 56 prósent atkvæða þegar hann var kjörinn ríkisstjóri árið 2022 og Harris verður að vinna Pennsylvaníu ef hún vill komast í Hvíta húsið. Það er hins vegar sagt vinna á móti Shapiro að hann er gyðingur, einarður stuðningsmaður Ísrael og talaði meðal annars gegn mótmælum gegn Ísrael á háskólalóðum fyrr á árinu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar en þykja eiga minni möguleika eru samgönguráðherrann Pete Buttigieg, viðskiptaráðherrann Gina Raimondo og Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota. Þá voru Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, og Raphael Warnock, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, nefndir þegar rætt var um mögulega arftaka Joe Biden en báðir þykja óheppilegur kostur sem varaforseti. Newsom þykir of vinstri sinnaður og auðvelt að hengja á hann hin margvíslegu vandamál sem íbúar Kaliforníu glíma nú við og þá þykir mönnum óráðlegt að færa Warnock til, þar sem það er næsta víst að Repúblikana myndi taka sætið hans í öldungadeildinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira