Orri fær mikið lof eftir frábæra byrjun Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 11:30 Orri Steinn Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sérfræðingum um dönsku úrvalsdeildina eftir mjög svo góða byrjun á tímabilinu í gærkvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar á Lyngby í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammistaðan sýnir það og sannar af hverju stór félög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Íslendingnum. „Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
„Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira