Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 20:35 FÍB vill að kílómetragjaldið takið mið af þyngd og orkugjafa ökutækis, en þau segja ósanngjarnt að gjaldið verði það sama fyrir lítinn bíl eins og Toyota Yaris, og stærri jeppa. Ívar Fannar/Getty Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent. Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að áformum um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og díselbíla. Gjaldið var lagt á rafmagns- tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Áformað er að taka upp svipaða gjaldtöku fyrir bensín- og díselbíla, en fella í staðinn brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við eldsneytiskaup. „Þarna er talað um flatt gjald á bíla undir 3500 kílóum. Við höfum bent á að það er mjög ósanngjarnt. Bíll sem er 3,5 tonn eyðir meira eldsneyti og slítur vegakerfinu meira en bíll sem er 1000 kíló,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, sem var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Það séu röng skilaboð til almennings, að minni og umhverfisvænni bílar, borgi það sama og stærri og eyðslufrekari bílar. Hann segir að FÍB vilji að gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Pólitískur ómöguleiki fyrir Framsókn Runólfur segir að það eigi eftir að ná sátt um gjaldtöku þungu atvinnubílanna, en áformað er að bílar sem eru meira en 3,5 tonn borgi hærra kílómetragjald. Þetta muni hafa í för með sér umfangsmikinn kostnað fyrir landsbyggðina. Sú umræða hafi ekki farið fram, enda hafi engar tölur verið lagðar fram, bara sagt að gjaldið verði stighækkandi eftir þyngd ökutækja. „Við vitum það jú að vegirnir grotna enn meira undan þungu bílunum, en svo erum við líka að reyna halda landinu í byggð. Þannig það þarf að ná einhverri pólitískri sátt um þetta,“ segir Runólfur. Runólfur telur ekki víst að frumvarpið verði lagt fram í haust, of stutt sé í kosningar. „Ég sé ekki að formaður Framsóknarflokksins leggi frumvarpið fram eins og það lítur út,“ segir Runólfur. Þrjátíu ár af bifreiðagjaldi sem átti að vera til eins árs Runólfur segir að bifreiðagjaldið hafi verið lagt á fyrir þrjátíu árum til að „stappa upp í fjárlagagat í eitt ár,“ gefi ríkissjóði sennilega um 10 milljarða í tekjur á ári. Bifreiðagjaldið hafi einnig snarhækkað á undanförnum árum, og peningurinn fari beint inn í ríkissjóð án þess að vera eyrnamerktur til vegaframkvæmda eða þess háttar. Áður hafi verið einhver eyrnamerking á sköttum af bensín- og díselolíu, en henni hafi verið kippt úr sambandi árið 2017. „Þáverandi fjármálaráðherra bjarni Ben, sagði að engir skattar ættu að vera eyrnamerktir sérstaklega af því að ríkissjóðir héldi utan um öll útgj-ld ríkisins og þetta yrði bara jafnað út,“ segir Runólfur. Hann segir að í góðu árferði fari að jafnaði einn þriðji af sköttum af bílum til vegamála, en yfirleitt séu þetta tuttugu til tuttugu og fimm prósent.
Skattar og tollar Bílar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira