Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2024 07:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, (til vinstri) og Aleksander Ceferin, forseti UEFA (til hægri). Vísir/EPA Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að samband deilda í Evrópu, sem samanstendur af 39 deildum og 1130 félögum í 33 löndum, ætli að leggja inn kvörtun til að vernda velferð leikmanna Evrópu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar pressu frá leikmannasamtökum og forráðamanna stærstu deilda Evrópu vegna fjölda leikja hjá stærstu liðum álfunnar. #FIFPRO Europe and @EuropeanLeagues will jointly file a formal complaint to the @EU_Commission against FIFA regarding the international match calendar.Our joint statement ⬇️ pic.twitter.com/qgLQaNvz6g— FIFPRO (@FIFPRO) July 23, 2024 Leikmannsamtökin FIFpro segir í yfirlýsingu sinni að fjöldi leikja sé fallvaltur og ógni heilsu leikmanna. Þar segir einnig að ákvörðun FIFA að taka eigin keppnir og auglýsingatekjur sem þeim fylgja hafi skaðað bæði fjárhagslega hagsmuni landsdeilda (Premier League, La Liga, Serie A, Bundesliga og svo framvegis) sem og velferð leikmanna. „Lagalega leiðin er nú eina rökrétta skrefið fyrir deildir Evrópu og leikmannasamtök til að vernda fótbolta, vistkerfi hans og vinnuafl,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Í maí á þessu ári neitaði FIFA því að Fifpro og samband landsdeilda heimsins, World League Association, hafi ekki verið með í ráðum þegar 32-liða heimsmeistaramót félagsliða var stofnað. The top European leagues, including the Premier League, and the global players' union Fifpro will launch legal action against world governing body Fifa over its "abuse of dominance" in the game.#BBCFootball pic.twitter.com/WDvclPtNjI— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 Alls taka 12 þjóðir frá Evrópu þátt í mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Mótið er talsvert líkara því sem þekkist í landsliðafótbolta en það hefst þann 15. júní og endar 13. júlí. FIFA segir forráðamenn deildanna vera hræsnara þar sem leikmenn liðanna ferðast heimshorna á milli á undirbúningstímabilinu. Þá segir talsmaður FIFA að núverandi dagatal sambandsins hafi verið samþykkt af ráði FIFA eftir samráð við alla aðila nefnda hér að ofan. Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að samband deilda í Evrópu, sem samanstendur af 39 deildum og 1130 félögum í 33 löndum, ætli að leggja inn kvörtun til að vernda velferð leikmanna Evrópu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar pressu frá leikmannasamtökum og forráðamanna stærstu deilda Evrópu vegna fjölda leikja hjá stærstu liðum álfunnar. #FIFPRO Europe and @EuropeanLeagues will jointly file a formal complaint to the @EU_Commission against FIFA regarding the international match calendar.Our joint statement ⬇️ pic.twitter.com/qgLQaNvz6g— FIFPRO (@FIFPRO) July 23, 2024 Leikmannsamtökin FIFpro segir í yfirlýsingu sinni að fjöldi leikja sé fallvaltur og ógni heilsu leikmanna. Þar segir einnig að ákvörðun FIFA að taka eigin keppnir og auglýsingatekjur sem þeim fylgja hafi skaðað bæði fjárhagslega hagsmuni landsdeilda (Premier League, La Liga, Serie A, Bundesliga og svo framvegis) sem og velferð leikmanna. „Lagalega leiðin er nú eina rökrétta skrefið fyrir deildir Evrópu og leikmannasamtök til að vernda fótbolta, vistkerfi hans og vinnuafl,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Í maí á þessu ári neitaði FIFA því að Fifpro og samband landsdeilda heimsins, World League Association, hafi ekki verið með í ráðum þegar 32-liða heimsmeistaramót félagsliða var stofnað. The top European leagues, including the Premier League, and the global players' union Fifpro will launch legal action against world governing body Fifa over its "abuse of dominance" in the game.#BBCFootball pic.twitter.com/WDvclPtNjI— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 Alls taka 12 þjóðir frá Evrópu þátt í mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Mótið er talsvert líkara því sem þekkist í landsliðafótbolta en það hefst þann 15. júní og endar 13. júlí. FIFA segir forráðamenn deildanna vera hræsnara þar sem leikmenn liðanna ferðast heimshorna á milli á undirbúningstímabilinu. Þá segir talsmaður FIFA að núverandi dagatal sambandsins hafi verið samþykkt af ráði FIFA eftir samráð við alla aðila nefnda hér að ofan.
Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira