Íslenski Svíinn á ÓL: Talar um tárin í Tókýó og elskar að láta finna fyrir sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 08:30 Kristín Þorleifsdóttir fagnar marki með sænska landsliðinu. Hún spilar nánast bara vörnina en fær stundum að fara í sóknina í hraðaupphlaupum. EPA-EFE/Adam Ihse Íslensku handboltalandsliðin komust ekki á Ólympíuleikana í París en við Íslendingar eigum engu að síður smá í einum leikmanni á leikunum. Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Fleiri fréttir Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Sjá meira
Kristín Þorleifsdóttir mun spila mikilvægt hlutverk í varnarleik sænska landsliðsins á leikunum í ár. Kristín er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Svíþjóð. Hún hefði samt getað spila fyrir Ísland því báðir foreldrar hennar eru íslenskir. Var valin fyrst í íslenska landsliðið „Ég var reyndar valin í íslenska landsliðið áður en ég var valin í sænska landsliðið í fyrra. Ég átti þá að koma í æfingabúðir með Íslandi en áður en kom að því var ég valin í sænska landsliðið og valdi frekar Svíþjóð. En það hefði samt verið heiður að spila fyrir Ísland,“ sagði Kristín í samtali við RÚV árið 2017. @Sportbladet Sportbladet í Svíþjóð ræddi við Kristínu í aðdraganda Ólympíuleikanna í París og spurði hana út í það sem var í gangi hjá henni á síðustu leikum í Tókýó árið 2021. Þetta verður hennar fyrsta stórmót sem stjórnandi sænsku varnarinnar. Sportbladet rifjaði sérstaklega upp myndir af Kristínu frá því í Tókýó 2021 þar sem hún sást brotna niður á æfingu og hágráta fyrir framan myndavélarnar. Liðsfélagi hennar reyndi að hugga hana en ljósmyndarinn náði þessu mómenti á mynd. Kristín hafði aldrei talað um hvað gerðist eða hvað hún var þarna að ganga í gegnum. Í þessu nýja viðtali vildi hún þó tala um þetta atvik. Mjög erfitt sumar fyrir mig „Þetta var mjög erfitt sumar fyrir mig. Þetta leit mjög dramatískt út en þetta var ekkert meira en það. Við erum mannleg og liðsfélagarnir eru góðir vinir sem hjálpa manni í gegnum svona stundir. Hún gerði það,“ sagði Kristín og talaði þar um Nathalie Hagman sem sást hugga hana á myndunum. „Það var mikil pressa á mér þetta sumar. Ég var í vandræðum með öxlina á mér og gat ekki skotið eða tekið leikmann á allt sumarið,“ sagði Kristin. Hún fékk ekki að spila mikið og hefur verið í hlutverki varamanns í varnarleik sænska liðsins á síðustu stórmótum. Kristín Þorleifsdóttir lætir hér finna fyrir sér í leik með sænska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna.EPA-EFE/Zsolt Czegledi Eftir að Anna Lagerquist sleit krossband í vetur þá fékk Kristín hins vegar mun stærra hlutverk í landsliðinu. Hún verður í miðri sænsku vörninni þegar liðið mætir Þóri Hergeirssyni og norsku stelpunum hans á morgun í svona smá Íslendingaslag. Elskar að spila vörn „Þetta verður skemmtilegt. Ég elska að spila vörn og láta finna fyrir mér. Ég mun takast á við þetta hlutverk eins og vel og ég get,“ sagði Kristín. „Þetta er ekki öðruvísi hlutverk en án efa mun stærra en áður. Ég hef sömu skyldur og ég hef alltaf haft í landsliðinu,“ sagði Kristin og henni líður betur í dag en fyrir þremur árum. „Guð minn góður, já. Það var svo langt síðan,“ sagði Kristín hlæjandi.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Fleiri fréttir Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Sjá meira