Til fyrirmyndar? Sverrir Björnsson skrifar 24. júlí 2024 15:00 Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi. Þar sem ég dvel í Airbnb íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrum menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta er hin raunverulega stærð þess? Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt að Rússar skyldu gera netárás á einmitt þá sem hafa sýnt ástæðum þeirra fyrir að ráðast inn í Úkraínu og drepa þar konur og börn mestan skilning. Margoft hefur í blaðinu verið talað um að útþensla Nato til austurs sé megin ástæða stríðsins en ekki yfirgangur og stórveldisdraumar Putins. Svo ræðst hann á Moggann! Það er vandi að velja sér vini. Nú var spennandi að sjá fyrir hverju var barist að koma út um nóttina. Mestur hluti þessara 16 síðna var eins og venjulega auglýsingar og minningargreinar, nokkrar síður af fréttum og svo auðvitað miðopnan, hugmyndafræðilegt hjarta blaðsins. Þar var lofgrein um Danmörku eftir Prófessor Emeritus Hannes Hólmstein Gissurarson: Danmörk til fyrirmyndar-um margt. Þar rennir prófessorinn sér hratt í gegnum sögu Danmerkur og flokkar allt sem fyrir verður sem dæmi um að fjármála- og athafnafrelsi hafi byggt það samfélag sem Danmörk er í dag. Merkismenn í sögu Danmerkur allt frá konungum víkingaaldar til seinni tíma heimspekinga og guðfræðinga eru nefndir sem dæmi um frjálshyggjumenn fyrri tíma. Þess vegna er Danskt samfélag svo ágætt sem það er. Margt kom fram í greininni og óþarfi að endurtaka það hér en það sem vakti mesta athygli mína var það sem var þar ekki að finna. Í úttektinni á hvers vegna Danmörk er jafn frábært land og raun ber vitni minnist uppgjafa prófessorinn ekki einu orði á að það voru sterk áhrif samtaka verka- og launafólks í uppbyggingu nútímasamfélagsins mótuðu velferðarsamfélagið í Danmörk. Hvernig getur fræðimaður í úttekt á Danmörku komið sér hjá því að nefna þetta? Það kom svo sem ekki óvart, það hefur jú, verið ævistarf Emeritusar að halla réttu máli í áróðursherferð sinni fyrir frjálshyggjuna. Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og norður Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög en þekkjast annars staðar í heiminum. Í samfélögum þar sem verkalýðsfélög og stjórnmálasamtök alþýðu voru veikt eins og í Bandaríkjunum eða jafnvel bönnuð sem er raunin í mörgum einræðisríkjum er jöfnuður og félagslegt öryggi minnst. Því miður stenst Ísland ekki mál við hin Norðurlöndin í velferð þegnanna. Íslendingar sem vilja búa við húsnæðis og efnahagslegt öryggi flýja draumaland fjármagnseiganda, verðtryggingu og ofurvexti til að skapa sér betra líf í Danmörk. Hér búa dóttir mín og systir og 11 þúsund aðrir Íslendingar við betri lífskjör en heima. Litlu færri búa í Noregi og Svíþjóð. Í Skandinavíu lifir fólk í samfélagi góðrar gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og félagslegs öryggis sem Íslandi hefur ekki byggt upp þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Í allt velja 50 þúsund Íslendingar að búa utan Biðlistalandsins góða. Megin skýringin á fólksflótta ungs fólks til Norðurlanda og eldra fólks til Spánar er hversu dýrt er að búa á Íslandi, hversu erfitt er að komast í öruggt húsnæði og langvarandi veiking velferðarkerfanna eftir áratuga frjálshyggjupólitík við völd á Íslandi. Vonandi berum við gæfu til að breyta því og verða til fyrirmyndar. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi. Þar sem ég dvel í Airbnb íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrum menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta er hin raunverulega stærð þess? Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt að Rússar skyldu gera netárás á einmitt þá sem hafa sýnt ástæðum þeirra fyrir að ráðast inn í Úkraínu og drepa þar konur og börn mestan skilning. Margoft hefur í blaðinu verið talað um að útþensla Nato til austurs sé megin ástæða stríðsins en ekki yfirgangur og stórveldisdraumar Putins. Svo ræðst hann á Moggann! Það er vandi að velja sér vini. Nú var spennandi að sjá fyrir hverju var barist að koma út um nóttina. Mestur hluti þessara 16 síðna var eins og venjulega auglýsingar og minningargreinar, nokkrar síður af fréttum og svo auðvitað miðopnan, hugmyndafræðilegt hjarta blaðsins. Þar var lofgrein um Danmörku eftir Prófessor Emeritus Hannes Hólmstein Gissurarson: Danmörk til fyrirmyndar-um margt. Þar rennir prófessorinn sér hratt í gegnum sögu Danmerkur og flokkar allt sem fyrir verður sem dæmi um að fjármála- og athafnafrelsi hafi byggt það samfélag sem Danmörk er í dag. Merkismenn í sögu Danmerkur allt frá konungum víkingaaldar til seinni tíma heimspekinga og guðfræðinga eru nefndir sem dæmi um frjálshyggjumenn fyrri tíma. Þess vegna er Danskt samfélag svo ágætt sem það er. Margt kom fram í greininni og óþarfi að endurtaka það hér en það sem vakti mesta athygli mína var það sem var þar ekki að finna. Í úttektinni á hvers vegna Danmörk er jafn frábært land og raun ber vitni minnist uppgjafa prófessorinn ekki einu orði á að það voru sterk áhrif samtaka verka- og launafólks í uppbyggingu nútímasamfélagsins mótuðu velferðarsamfélagið í Danmörk. Hvernig getur fræðimaður í úttekt á Danmörku komið sér hjá því að nefna þetta? Það kom svo sem ekki óvart, það hefur jú, verið ævistarf Emeritusar að halla réttu máli í áróðursherferð sinni fyrir frjálshyggjuna. Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og norður Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög en þekkjast annars staðar í heiminum. Í samfélögum þar sem verkalýðsfélög og stjórnmálasamtök alþýðu voru veikt eins og í Bandaríkjunum eða jafnvel bönnuð sem er raunin í mörgum einræðisríkjum er jöfnuður og félagslegt öryggi minnst. Því miður stenst Ísland ekki mál við hin Norðurlöndin í velferð þegnanna. Íslendingar sem vilja búa við húsnæðis og efnahagslegt öryggi flýja draumaland fjármagnseiganda, verðtryggingu og ofurvexti til að skapa sér betra líf í Danmörk. Hér búa dóttir mín og systir og 11 þúsund aðrir Íslendingar við betri lífskjör en heima. Litlu færri búa í Noregi og Svíþjóð. Í Skandinavíu lifir fólk í samfélagi góðrar gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og félagslegs öryggis sem Íslandi hefur ekki byggt upp þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Í allt velja 50 þúsund Íslendingar að búa utan Biðlistalandsins góða. Megin skýringin á fólksflótta ungs fólks til Norðurlanda og eldra fólks til Spánar er hversu dýrt er að búa á Íslandi, hversu erfitt er að komast í öruggt húsnæði og langvarandi veiking velferðarkerfanna eftir áratuga frjálshyggjupólitík við völd á Íslandi. Vonandi berum við gæfu til að breyta því og verða til fyrirmyndar. Höfundur er hönnuður.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar