Biðst afsökunar á að hafa óskað nauðgaranum góðs gengis á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2024 13:00 Paula Radcliffe átti heimsmetið í maraþoni í sextán ár. getty/Ian Walton Paula Radcliffe, fyrrverandi heimsmeistari í maraþoni, hefur beðist afsökunar á að hafa óskað dæmdum nauðgara góðs gengis á Ólympíuleikunum í París. Steven van de Velde keppir fyrir hönd Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum sem hefjast formlega á morgun. Árið 2016 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára breskri stúlku. Van de Velde sat inni í ár og hélt svo áfram með feril sinn. Hann var síðan valinn í Ólympíulið Hollands fyrir leikana í París. Í viðtali við útvarpsstöðina LBC óskaði Radcliffe Van de Velde góðs gengis á Ólympíuleikunum. Hún sagði að hann hefði snúið lífi sínu við og það væri hart að refsa honum tvisvar. Radcliffe fékk bágt fyrir ummælin í útvarpsþættinum og hefur nú beðist afsökunar á þeim. „Ég er í áfalli yfir því hversu illa ég kom þessu frá mér og fordæmdi ekki nauðgunina,“ sagði Radcliffe. „Ég trúi á önnur tækifæri eftir að hafa setið af sér refsingu en mér finnst að Ólympíuleikar eigi að vera fyrir þá sem halda gildum þeirra á lofti. Ég biðst afsökunar og hefði átt að gera mun betur.“ Þrátt fyrir að Van de Velde fái að keppa á Ólympíuleikunum má hann ekki dvelja í Ólympíuþorpinu. Hann má heldur ekki ræða við fjölmiðla á meðan leikunum stendur. Radcliffe keppti á fernum Ólympíuleikum (1996-2008) en vann engin verðlaun á þeim. Hún varð aftur á móti heimsmeistari 2005 og vann Lundúnamaraþonið í þrígang. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Steven van de Velde keppir fyrir hönd Hollands í strandblaki á Ólympíuleikunum sem hefjast formlega á morgun. Árið 2016 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára breskri stúlku. Van de Velde sat inni í ár og hélt svo áfram með feril sinn. Hann var síðan valinn í Ólympíulið Hollands fyrir leikana í París. Í viðtali við útvarpsstöðina LBC óskaði Radcliffe Van de Velde góðs gengis á Ólympíuleikunum. Hún sagði að hann hefði snúið lífi sínu við og það væri hart að refsa honum tvisvar. Radcliffe fékk bágt fyrir ummælin í útvarpsþættinum og hefur nú beðist afsökunar á þeim. „Ég er í áfalli yfir því hversu illa ég kom þessu frá mér og fordæmdi ekki nauðgunina,“ sagði Radcliffe. „Ég trúi á önnur tækifæri eftir að hafa setið af sér refsingu en mér finnst að Ólympíuleikar eigi að vera fyrir þá sem halda gildum þeirra á lofti. Ég biðst afsökunar og hefði átt að gera mun betur.“ Þrátt fyrir að Van de Velde fái að keppa á Ólympíuleikunum má hann ekki dvelja í Ólympíuþorpinu. Hann má heldur ekki ræða við fjölmiðla á meðan leikunum stendur. Radcliffe keppti á fernum Ólympíuleikum (1996-2008) en vann engin verðlaun á þeim. Hún varð aftur á móti heimsmeistari 2005 og vann Lundúnamaraþonið í þrígang.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Blak Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira