Aðsúgur að Gumma Torfa og bjórinn á þrotum Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 17:51 Guðmundur Torfason er vinsæll á meðal St. Mirren manna. Vísir/Valur Páll Skoskir stuðningsmenn St. Mirren eru ekki lítið spenntir fyrir fyrsta Evrópuleik liðsins í 37 ár. Sá fer fram á Hlíðarenda í kvöld. Nokkur hundruð stuðningsmenn St. Mirren byrjuðu upphitun á Dubliner í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag. Þar fór vel um þá líkt og greint var frá á Vísi. Hér má nálgast beina textalýsingu frá leiknum. Stemningin er mikil við Fjósið.Vísir/Valur Páll Við tók skrúðganga þaðan á Hlíðarenda seinni partinn og hefur sjaldan sést álíka fjöldi í Fjósinu fyrir utan Hlíðarenda fyrir fótboltaleik. Vel var gengið á ölbirgðirnar og þegar um ein og hálf klukkustund var þar til flautað yrði til leiks voru bjórdósir á Valssvæðinu á þrotum. Það skemmdi ekki gott skap Skotanna þegar Guðmundur Torfason lét sjá sig. Sá lék með St. Mirren árin 1989 til 1992. Aðsúgur var gerður að Guðmundi og vildu allir fá með sér mynd af hetjunni. David Winnie, sem lék í vörn KR í kringum aldamótin, var með Guðmundi í för og var einnig vinsæll. Sá lék yfir 150 leiki fyrir St. Mirren í upphafi ferilsins. Klippa: Skotar syngja um Guðmund Torfason Leikur Vals og St. Mirren verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst hann klukkan korter í sjö. Um risastórt Evrópukvöld er að ræða á Íslandi þar sem að fjögur Bestu deildar lið eiga heimaleik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Allir vildu mynd með Guðmundi.Vísir/Valur Páll Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Nokkur hundruð stuðningsmenn St. Mirren byrjuðu upphitun á Dubliner í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag. Þar fór vel um þá líkt og greint var frá á Vísi. Hér má nálgast beina textalýsingu frá leiknum. Stemningin er mikil við Fjósið.Vísir/Valur Páll Við tók skrúðganga þaðan á Hlíðarenda seinni partinn og hefur sjaldan sést álíka fjöldi í Fjósinu fyrir utan Hlíðarenda fyrir fótboltaleik. Vel var gengið á ölbirgðirnar og þegar um ein og hálf klukkustund var þar til flautað yrði til leiks voru bjórdósir á Valssvæðinu á þrotum. Það skemmdi ekki gott skap Skotanna þegar Guðmundur Torfason lét sjá sig. Sá lék með St. Mirren árin 1989 til 1992. Aðsúgur var gerður að Guðmundi og vildu allir fá með sér mynd af hetjunni. David Winnie, sem lék í vörn KR í kringum aldamótin, var með Guðmundi í för og var einnig vinsæll. Sá lék yfir 150 leiki fyrir St. Mirren í upphafi ferilsins. Klippa: Skotar syngja um Guðmund Torfason Leikur Vals og St. Mirren verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst hann klukkan korter í sjö. Um risastórt Evrópukvöld er að ræða á Íslandi þar sem að fjögur Bestu deildar lið eiga heimaleik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Allir vildu mynd með Guðmundi.Vísir/Valur Páll
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25. júlí 2024 15:56
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti