Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 13:38 Frá vettvangi í Kópavogi umrætt kvöld. Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald. Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald.
Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Sjá meira
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33