HK spurðist fyrir um Frederik Schram og Valur bauð í Loga Hrafn Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2024 14:27 Fredrik Schram er samningsbundinn Val út leiktíðina en hverfur á braut að henni lokinni. Ef hann fer ekki fyrr. Vísir/Anton Brink HK spurðist fyrir um Frederik Schram, markvörð Vals, á dögunum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þjálfarar liðanna tveggja kveðast þó báðir koma af fjöllum. HK-ingar leita lifandi ljósi að markverði eftir að Arnar Freyr Ólafsson, sem hefur varið mark liðsins undanfarin ár, sleit hásin í leik við Vestra síðustu helgi. HK hafði samband við Val með það fyrir augum að fá Frederik Schram til að verja mark liðsins út leiktíðina en samningur Frederiks við Val rennur út að tímabilinu loknu. Valur reyndi að endursemja við Frederik án árangurs og ljóst að hann leitar á önnur mið í haust, ef ekki nú strax í sumarglugganum. Valur samdi nýverið við Ögmund Kristinsson, sem sat á varamannabekk liðsins í Evrópuleik við St. Mirren í gærkvöld, og því tveir af betri markvörðum landsins á mála hjá Hlíðarendafélaginu. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vildi þó ekki kannast við það að HK hefði reynt við Frederik Schram en sagði HK-inga hafa spurst fyrir víða hér á landi. HK-ingar séu að leitast eftir markverði bæði innanlands og utan landssteinanna. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, kvaðst ekki hafa heyrt af tilboði frá HK. Heimildir íþróttadeildar segja aðra sögu. Valsmenn hafa þá verið í sambandi við FH vegna miðjumannsins Loga Hrafns Róbertssonar og lagði fram tilboð sem var hafnað. Sá er, líkt og Frederik, að klára samning sinn eftir leiktíðina. Logi Hrafn.Vísir/Hulda Margrét Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði við Fótbolti.net í gær að erlend félög hefðu borið víurnar í Loga Hrafn en heimildir íþróttadeildir herma að Valsmenn vilji einnig ólmir fá miðjumanninn í sínar raðir. Félagsskiptaglugginn opnaði 17. júlí síðastliðinn og er opinn alls í fjórar vikur, til 13. ágúst næst komandi. Íslenski boltinn Besta deild karla Valur FH HK Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
HK-ingar leita lifandi ljósi að markverði eftir að Arnar Freyr Ólafsson, sem hefur varið mark liðsins undanfarin ár, sleit hásin í leik við Vestra síðustu helgi. HK hafði samband við Val með það fyrir augum að fá Frederik Schram til að verja mark liðsins út leiktíðina en samningur Frederiks við Val rennur út að tímabilinu loknu. Valur reyndi að endursemja við Frederik án árangurs og ljóst að hann leitar á önnur mið í haust, ef ekki nú strax í sumarglugganum. Valur samdi nýverið við Ögmund Kristinsson, sem sat á varamannabekk liðsins í Evrópuleik við St. Mirren í gærkvöld, og því tveir af betri markvörðum landsins á mála hjá Hlíðarendafélaginu. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vildi þó ekki kannast við það að HK hefði reynt við Frederik Schram en sagði HK-inga hafa spurst fyrir víða hér á landi. HK-ingar séu að leitast eftir markverði bæði innanlands og utan landssteinanna. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, kvaðst ekki hafa heyrt af tilboði frá HK. Heimildir íþróttadeildar segja aðra sögu. Valsmenn hafa þá verið í sambandi við FH vegna miðjumannsins Loga Hrafns Róbertssonar og lagði fram tilboð sem var hafnað. Sá er, líkt og Frederik, að klára samning sinn eftir leiktíðina. Logi Hrafn.Vísir/Hulda Margrét Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði við Fótbolti.net í gær að erlend félög hefðu borið víurnar í Loga Hrafn en heimildir íþróttadeildir herma að Valsmenn vilji einnig ólmir fá miðjumanninn í sínar raðir. Félagsskiptaglugginn opnaði 17. júlí síðastliðinn og er opinn alls í fjórar vikur, til 13. ágúst næst komandi.
Íslenski boltinn Besta deild karla Valur FH HK Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira