„Það taka þessu allir með stóískri ró“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 11:53 Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. Lokun Hringvegsins milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs í gær hefur haft mikil áhrif á ferðamenn á svæðinu sem ýmist hafa ekki komist leiðar sinnar eða eru strandaglópar vegna lokanna. Elías Guðmundsson hótelstjóri Hótels Víkur og Kríu segir að marga ferðamenn í bænum. Nokkuð hafi verið um afbókanir í gær en á móti hafi margir ferðamenn á staðnum þurft að bóka gistingu. Allt fullt „Þetta hefur auðvitað haft talsverð áhrif eins og vegalokanir almennt hafa. Fólk sem komst ekki til okkar í gær vegna lokanna þurfti að afbóka en á móti kom að ferðamenn sem voru á svæðinu og ætluðu að halda áfram þurftu á gistingu að halda. Það fylltist því fljótt hjá okkur og hefur verið nóg að gera eins og hjá öllum þeim sem sinna ferðaþjónustu í bænum síðan í gær. Ferðamenn hafa líka lent í því að missa af flugi vegna lokanna og fólk sem á flug í dag eða kvöld er áhyggjufullt. Við erum ýmsu vön hér í Vík en þetta er nokkuð löng lokun,“ segir Elías. Elías segir þó ferðamenn rólega yfir ástandinu. „Það taka allir þessu með stóískri ró. Sumum finnst þetta jafnvel gríðarlega spennandi, sem eðlilegt er,“ segir hann. Gul veðurviðvörun er á svæðinu vegna mikillar úrkomu og er fólk hvatt til að sýna aðgát. Elías segist ekki hafa velt veðrinu mikið fyrir sér en það bæti ekki úr skák. „Veðrið er nú ekki á það bætandi, eins og maður segir,“ segir Elías. Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Lokun Hringvegsins milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs í gær hefur haft mikil áhrif á ferðamenn á svæðinu sem ýmist hafa ekki komist leiðar sinnar eða eru strandaglópar vegna lokanna. Elías Guðmundsson hótelstjóri Hótels Víkur og Kríu segir að marga ferðamenn í bænum. Nokkuð hafi verið um afbókanir í gær en á móti hafi margir ferðamenn á staðnum þurft að bóka gistingu. Allt fullt „Þetta hefur auðvitað haft talsverð áhrif eins og vegalokanir almennt hafa. Fólk sem komst ekki til okkar í gær vegna lokanna þurfti að afbóka en á móti kom að ferðamenn sem voru á svæðinu og ætluðu að halda áfram þurftu á gistingu að halda. Það fylltist því fljótt hjá okkur og hefur verið nóg að gera eins og hjá öllum þeim sem sinna ferðaþjónustu í bænum síðan í gær. Ferðamenn hafa líka lent í því að missa af flugi vegna lokanna og fólk sem á flug í dag eða kvöld er áhyggjufullt. Við erum ýmsu vön hér í Vík en þetta er nokkuð löng lokun,“ segir Elías. Elías segir þó ferðamenn rólega yfir ástandinu. „Það taka allir þessu með stóískri ró. Sumum finnst þetta jafnvel gríðarlega spennandi, sem eðlilegt er,“ segir hann. Gul veðurviðvörun er á svæðinu vegna mikillar úrkomu og er fólk hvatt til að sýna aðgát. Elías segist ekki hafa velt veðrinu mikið fyrir sér en það bæti ekki úr skák. „Veðrið er nú ekki á það bætandi, eins og maður segir,“ segir Elías.
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira