Russell dæmdur úr leik og Hamilton fagnar sigri í Belgíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2024 17:36 Mercedes-mennirnir komu fyrstir í mark, en aðeins annar þeirra fékk þó stig í belgíska kappakstrinum í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton komu fyrstir í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Russell fór óvanalega leið á Spa-Francorchamps brautinn í Belgíu í dag og stoppaði aðeins einu sinni, á meðan aðrið ökumenn stoppuðu að minnsta kosti tvisvar. Hann hélt liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, í skefjum í lok keppninnar og kom að lokum fyrstur í mark. Hamilton varð hins vegar annar og Oscar Piastri varð þriðji. Um tveimur og hálfri klukkustund eftir keppni birtist hins vegar tilkynning frá Formúlu 1. Komið hafði í ljós að bíll Russell hafi mælst einu og hálfu kílói of léttur eftir keppni og því hafi Russell verið dæmdur úr leik. BREAKING: #BelgianGP winner George Russell has been disqualified from the race for an underweight car #F1 pic.twitter.com/SfEgH61NzG— Formula 1 (@F1) July 28, 2024 Það er því Lewis Hamilton sem fær fullt hús stiga eftir belgíska kappaksturinn, en liðsfélagi hans gengur stigalaus frá keppninni. Dómurinn þýðir einnig að Oscar Piastri færist upp í annað sæti og Charles Leclerc á Ferrari upp í það þriðja. Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem kom fimmti í mark, er því í fjórða sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Russell fór óvanalega leið á Spa-Francorchamps brautinn í Belgíu í dag og stoppaði aðeins einu sinni, á meðan aðrið ökumenn stoppuðu að minnsta kosti tvisvar. Hann hélt liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, í skefjum í lok keppninnar og kom að lokum fyrstur í mark. Hamilton varð hins vegar annar og Oscar Piastri varð þriðji. Um tveimur og hálfri klukkustund eftir keppni birtist hins vegar tilkynning frá Formúlu 1. Komið hafði í ljós að bíll Russell hafi mælst einu og hálfu kílói of léttur eftir keppni og því hafi Russell verið dæmdur úr leik. BREAKING: #BelgianGP winner George Russell has been disqualified from the race for an underweight car #F1 pic.twitter.com/SfEgH61NzG— Formula 1 (@F1) July 28, 2024 Það er því Lewis Hamilton sem fær fullt hús stiga eftir belgíska kappaksturinn, en liðsfélagi hans gengur stigalaus frá keppninni. Dómurinn þýðir einnig að Oscar Piastri færist upp í annað sæti og Charles Leclerc á Ferrari upp í það þriðja. Heimsmeistarinn Max Verstappen, sem kom fimmti í mark, er því í fjórða sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira