Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 20:31 Magnús Tumi ræddi jökulhlaupið og yfirstandandi jarðhræringatímabil hér á landi í Kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“ Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson ræddi við Sindra í Kvöldfréttum. Aðspurður segir hann atburðinn ekki teljast stór en hann sé sá fjórði af þessu tagi í Mýrdalsjökli eftir stóra Kötlugosið 1918. „Og 1955 kom hlaup, og tók býr. 1999 kom [hlaup] í jökulá á Sólheimasandi. Svo kom hlaupið 2011 sem tók brúna við Múlakvísl og svo þessi núna sem skemmti veginn en tók þó ekki brúna,“ segir Magnús Tumi. Hlaupið í gær hafi verið minnsti atburðurinn af þeim fjórum sem hann taldi upp en þó valdið verulegum skemmdum. „Þetta er jarðhiti sem veldur þessu. Það er mjög athyglisvert að við erum að sjá þetta í fjórða sinn og í öllum tilfellum kemur þetta okkur að óvörum. Það hefur ekki verið hægt að spá þessu.“ Skjálftar að hlaupi loknu Það var skjálftavirkni í Mýrdalsjökli í nótt, eru þið enn á því að hún sé ekki fyrirboði um gos? „Þetta sjáum við þegar það koma hlaup. Þau eru flest svo lítil að við vitum eiginlega ekkert af þeim. En á tíu, tuttugu ára fresti hafa komið þessir atburðir sem eru þetta stórir að þeir skemma.“ Magnús Tumi segir jökulhlaup alla jafna verða á tímabilinu lok júní til seint í júlí. „Það er þá þegar vatnsrennslið tengist inn í öskjuna þar sem jarðhitinn er, og ef það hefur safnast mikið vatn í einhvern sigkatlanna, eins og hefur gerst, þá fáum við þessi hlaup sem verða. Og þá minnkar vatnsþrýstingurinn og breytist í kerfið og það virðist framkalla jarðskjálftana,“ segir Magnús Tumi. Jarðskjálftarnir komi eftir á, en ekki fyrir, eins og í flestum eldgosum. Kemur í öldum Sindri bendir á að undanfarin fjögur ár hafi Magnús Tumi verið tíður gestur í fjölmiðlum vegna jarðhræringa hér á landi. Hann spyr hvort nú sé gengið í garð tímabil mikilla jarðhræringa. „Það verða eldgos á Íslandi að meðaltali á tveggja, þriggja ára fresti ef við teljum þessi gos sem verða núna í Kröflueldum, tíu gos og svo framvegis. Það koma tímabil þar sem mikið er að gerast og við erum þar núna varðandi Grindavíkursvæðið eða Reykjanesskagann.“ Því muni linna, en ekki sé hægt að segja til hvenær. Þá komi rólegri tímabil inn á milli. „Það kom Eyjafjallajökulsgos 2010 og svo kom Grímsvatnagos 2011. Og svo í Holuhrauni og Öskjusigi í Bárðarbungu 2014-15. Það var mjög mikið að gerast á þessum tíma og þetta kemur svona í öldum. Þannig að við verðum bara að taka því. Þetta er eitthvað sem fylgir því að búa á Íslandi.“
Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira