Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 07:45 Maduro, sem er lærisveinn Hugo Chávez, virðist hafa tryggt sér sex ár til viðbótar á forsetastóli. AP/Fernando Vergara Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. „Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Venesúela Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
„Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur.
Venesúela Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira