Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2024 12:17 Halla segir hjónin hafa keypt ódýrustu útgáfu af Volvo XC30. Egill segir hjónin hafa keypt Volvo EX30 í ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu. Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Halla Tómasdóttir sem tekur við embætti í vikunni sendi fjölmiðlum tilkynningu á föstudag að hún hefði fengið staðgreiðsluafslátt af verði bílsins. Forstjóri Brimborgar upplýsti að hún hefði fengið sömu kjör og viðskiptavinir sem uppfylli sömu skilyrði og sölustjóri Brimborgar sagði á RÚV að hjónin hefðu fengið skyldmennaafslátt. Athygli vakti að forstjóri Brimborgar upplýsti í viðtali RÚV yfir að hann væri einungis kunningi hjónanna en þekkti þau vel. Fréttastofa óskaði á laugardagsmorgun eftir því við Höllu og eiganda Brimborgar að þau upplýstu um hversu mikill afslátturinn hefði verið. Halla sendi þá svör um hversu mikið hún hefði greitt fyrir bílinn en gaf ekki upp afsláttinn. Það var svo í morgun að hún gaf hann upp og þá á Facebook. Þar kemur fram að hjónin hafi fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsins sem nemi um 550 þúsund króna afslætti. Þau hjón hafi keyrt á Toyota Yaris síðustu ár en átt Volvo þar á undan. Þau hafi keypt minnstu týpuna af Volvo XC30 bifreið eins og segir í færslu hennar á Facebook. Egill segir viðskiptakjörin algeng Egill Jóhannsson eigandi Brimborgar svaraði fyrirspurn fréttastofu skriflega rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar þar sem kom fram að hjónin hafi keypti Volvo EX 30 í Ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu með drægni upp á 475 kílómetra. Viðskiptakjörin séu algeng og samræmi við reglur Brimborgar. Hægt sé að skipta afslætti umboðsins upp í fjóra þætti eða eins og kemur fram í svari hans. Um 3,0% - 3,5% almennur afsláttur sökum markaðsaðstæðna. Um 1,5% aukaafsláttur fyrir þessa tilteknu gerð. Um 1,0-2,0% tíðkast vegna staðgreiðslu. Að lágmarki 1,0% vegna fyrri viðskipta en þar tíðkast líka hærri afslættir fyrir langtíma, stærri, viðskiptavini. Egill segir kjör verðandi forsetahjóna í samræmi við ofangreint. „Já kjör í samræmi við ofangreint eru algeng en geta verið misjöfn eftir tegundum og ofangreindum forsendum,“ segir í svari Egils. Þrjár algengar útgáfur af Volvo EX30 sportjeppa eins og birt er á vef Brimborgar. Mismunandi kjör hjá öðrum bílaumboðum Fréttastofa hafði samband við önnur stór bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu í dag til að fá upplýsingar um hvaða afsláttarkjör eru í boði þar. Þær upplýsingar fengust hjá einu þeirra að venjulega væri afsláttur á nýjum bílum um eitt til þrjú prósent en nokkur tregða hafi verið í sölu nýrra bíla einkum rafbíla sem gæti verið tilefni til hærri afsláttar. Annað stórt bílaumboð sagðist gefa um þriggja til átta prósenta afslátt af verði nýrra bíla. Þá sagði þriðja bílaumboðið að sjö prósenta afsláttur væri ekki hærra en gerist og gengur. Bílasala væri mikið afsláttardrifin þessi misserin. Halla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og vísað til þess að vilja af virðingu við Guðna Th. Jóhannesson láta lítið fyrir sér fara í fjölmiðlum áður en hún er tekin við embætti forseta Íslands. Forseti Íslands Bílar Halla Tómasdóttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Halla Tómasdóttir sem tekur við embætti í vikunni sendi fjölmiðlum tilkynningu á föstudag að hún hefði fengið staðgreiðsluafslátt af verði bílsins. Forstjóri Brimborgar upplýsti að hún hefði fengið sömu kjör og viðskiptavinir sem uppfylli sömu skilyrði og sölustjóri Brimborgar sagði á RÚV að hjónin hefðu fengið skyldmennaafslátt. Athygli vakti að forstjóri Brimborgar upplýsti í viðtali RÚV yfir að hann væri einungis kunningi hjónanna en þekkti þau vel. Fréttastofa óskaði á laugardagsmorgun eftir því við Höllu og eiganda Brimborgar að þau upplýstu um hversu mikill afslátturinn hefði verið. Halla sendi þá svör um hversu mikið hún hefði greitt fyrir bílinn en gaf ekki upp afsláttinn. Það var svo í morgun að hún gaf hann upp og þá á Facebook. Þar kemur fram að hjónin hafi fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsins sem nemi um 550 þúsund króna afslætti. Þau hjón hafi keyrt á Toyota Yaris síðustu ár en átt Volvo þar á undan. Þau hafi keypt minnstu týpuna af Volvo XC30 bifreið eins og segir í færslu hennar á Facebook. Egill segir viðskiptakjörin algeng Egill Jóhannsson eigandi Brimborgar svaraði fyrirspurn fréttastofu skriflega rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar þar sem kom fram að hjónin hafi keypti Volvo EX 30 í Ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu með drægni upp á 475 kílómetra. Viðskiptakjörin séu algeng og samræmi við reglur Brimborgar. Hægt sé að skipta afslætti umboðsins upp í fjóra þætti eða eins og kemur fram í svari hans. Um 3,0% - 3,5% almennur afsláttur sökum markaðsaðstæðna. Um 1,5% aukaafsláttur fyrir þessa tilteknu gerð. Um 1,0-2,0% tíðkast vegna staðgreiðslu. Að lágmarki 1,0% vegna fyrri viðskipta en þar tíðkast líka hærri afslættir fyrir langtíma, stærri, viðskiptavini. Egill segir kjör verðandi forsetahjóna í samræmi við ofangreint. „Já kjör í samræmi við ofangreint eru algeng en geta verið misjöfn eftir tegundum og ofangreindum forsendum,“ segir í svari Egils. Þrjár algengar útgáfur af Volvo EX30 sportjeppa eins og birt er á vef Brimborgar. Mismunandi kjör hjá öðrum bílaumboðum Fréttastofa hafði samband við önnur stór bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu í dag til að fá upplýsingar um hvaða afsláttarkjör eru í boði þar. Þær upplýsingar fengust hjá einu þeirra að venjulega væri afsláttur á nýjum bílum um eitt til þrjú prósent en nokkur tregða hafi verið í sölu nýrra bíla einkum rafbíla sem gæti verið tilefni til hærri afsláttar. Annað stórt bílaumboð sagðist gefa um þriggja til átta prósenta afslátt af verði nýrra bíla. Þá sagði þriðja bílaumboðið að sjö prósenta afsláttur væri ekki hærra en gerist og gengur. Bílasala væri mikið afsláttardrifin þessi misserin. Halla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og vísað til þess að vilja af virðingu við Guðna Th. Jóhannesson láta lítið fyrir sér fara í fjölmiðlum áður en hún er tekin við embætti forseta Íslands.
Forseti Íslands Bílar Halla Tómasdóttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira