Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2024 12:17 Halla segir hjónin hafa keypt ódýrustu útgáfu af Volvo XC30. Egill segir hjónin hafa keypt Volvo EX30 í ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu. Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Halla Tómasdóttir sem tekur við embætti í vikunni sendi fjölmiðlum tilkynningu á föstudag að hún hefði fengið staðgreiðsluafslátt af verði bílsins. Forstjóri Brimborgar upplýsti að hún hefði fengið sömu kjör og viðskiptavinir sem uppfylli sömu skilyrði og sölustjóri Brimborgar sagði á RÚV að hjónin hefðu fengið skyldmennaafslátt. Athygli vakti að forstjóri Brimborgar upplýsti í viðtali RÚV yfir að hann væri einungis kunningi hjónanna en þekkti þau vel. Fréttastofa óskaði á laugardagsmorgun eftir því við Höllu og eiganda Brimborgar að þau upplýstu um hversu mikill afslátturinn hefði verið. Halla sendi þá svör um hversu mikið hún hefði greitt fyrir bílinn en gaf ekki upp afsláttinn. Það var svo í morgun að hún gaf hann upp og þá á Facebook. Þar kemur fram að hjónin hafi fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsins sem nemi um 550 þúsund króna afslætti. Þau hjón hafi keyrt á Toyota Yaris síðustu ár en átt Volvo þar á undan. Þau hafi keypt minnstu týpuna af Volvo XC30 bifreið eins og segir í færslu hennar á Facebook. Egill segir viðskiptakjörin algeng Egill Jóhannsson eigandi Brimborgar svaraði fyrirspurn fréttastofu skriflega rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar þar sem kom fram að hjónin hafi keypti Volvo EX 30 í Ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu með drægni upp á 475 kílómetra. Viðskiptakjörin séu algeng og samræmi við reglur Brimborgar. Hægt sé að skipta afslætti umboðsins upp í fjóra þætti eða eins og kemur fram í svari hans. Um 3,0% - 3,5% almennur afsláttur sökum markaðsaðstæðna. Um 1,5% aukaafsláttur fyrir þessa tilteknu gerð. Um 1,0-2,0% tíðkast vegna staðgreiðslu. Að lágmarki 1,0% vegna fyrri viðskipta en þar tíðkast líka hærri afslættir fyrir langtíma, stærri, viðskiptavini. Egill segir kjör verðandi forsetahjóna í samræmi við ofangreint. „Já kjör í samræmi við ofangreint eru algeng en geta verið misjöfn eftir tegundum og ofangreindum forsendum,“ segir í svari Egils. Þrjár algengar útgáfur af Volvo EX30 sportjeppa eins og birt er á vef Brimborgar. Mismunandi kjör hjá öðrum bílaumboðum Fréttastofa hafði samband við önnur stór bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu í dag til að fá upplýsingar um hvaða afsláttarkjör eru í boði þar. Þær upplýsingar fengust hjá einu þeirra að venjulega væri afsláttur á nýjum bílum um eitt til þrjú prósent en nokkur tregða hafi verið í sölu nýrra bíla einkum rafbíla sem gæti verið tilefni til hærri afsláttar. Annað stórt bílaumboð sagðist gefa um þriggja til átta prósenta afslátt af verði nýrra bíla. Þá sagði þriðja bílaumboðið að sjö prósenta afsláttur væri ekki hærra en gerist og gengur. Bílasala væri mikið afsláttardrifin þessi misserin. Halla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og vísað til þess að vilja af virðingu við Guðna Th. Jóhannesson láta lítið fyrir sér fara í fjölmiðlum áður en hún er tekin við embætti forseta Íslands. Forseti Íslands Bílar Halla Tómasdóttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Halla Tómasdóttir sem tekur við embætti í vikunni sendi fjölmiðlum tilkynningu á föstudag að hún hefði fengið staðgreiðsluafslátt af verði bílsins. Forstjóri Brimborgar upplýsti að hún hefði fengið sömu kjör og viðskiptavinir sem uppfylli sömu skilyrði og sölustjóri Brimborgar sagði á RÚV að hjónin hefðu fengið skyldmennaafslátt. Athygli vakti að forstjóri Brimborgar upplýsti í viðtali RÚV yfir að hann væri einungis kunningi hjónanna en þekkti þau vel. Fréttastofa óskaði á laugardagsmorgun eftir því við Höllu og eiganda Brimborgar að þau upplýstu um hversu mikill afslátturinn hefði verið. Halla sendi þá svör um hversu mikið hún hefði greitt fyrir bílinn en gaf ekki upp afsláttinn. Það var svo í morgun að hún gaf hann upp og þá á Facebook. Þar kemur fram að hjónin hafi fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsins sem nemi um 550 þúsund króna afslætti. Þau hjón hafi keyrt á Toyota Yaris síðustu ár en átt Volvo þar á undan. Þau hafi keypt minnstu týpuna af Volvo XC30 bifreið eins og segir í færslu hennar á Facebook. Egill segir viðskiptakjörin algeng Egill Jóhannsson eigandi Brimborgar svaraði fyrirspurn fréttastofu skriflega rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar þar sem kom fram að hjónin hafi keypti Volvo EX 30 í Ultra útfærslu með stærri gerð rafhlöðu með drægni upp á 475 kílómetra. Viðskiptakjörin séu algeng og samræmi við reglur Brimborgar. Hægt sé að skipta afslætti umboðsins upp í fjóra þætti eða eins og kemur fram í svari hans. Um 3,0% - 3,5% almennur afsláttur sökum markaðsaðstæðna. Um 1,5% aukaafsláttur fyrir þessa tilteknu gerð. Um 1,0-2,0% tíðkast vegna staðgreiðslu. Að lágmarki 1,0% vegna fyrri viðskipta en þar tíðkast líka hærri afslættir fyrir langtíma, stærri, viðskiptavini. Egill segir kjör verðandi forsetahjóna í samræmi við ofangreint. „Já kjör í samræmi við ofangreint eru algeng en geta verið misjöfn eftir tegundum og ofangreindum forsendum,“ segir í svari Egils. Þrjár algengar útgáfur af Volvo EX30 sportjeppa eins og birt er á vef Brimborgar. Mismunandi kjör hjá öðrum bílaumboðum Fréttastofa hafði samband við önnur stór bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu í dag til að fá upplýsingar um hvaða afsláttarkjör eru í boði þar. Þær upplýsingar fengust hjá einu þeirra að venjulega væri afsláttur á nýjum bílum um eitt til þrjú prósent en nokkur tregða hafi verið í sölu nýrra bíla einkum rafbíla sem gæti verið tilefni til hærri afsláttar. Annað stórt bílaumboð sagðist gefa um þriggja til átta prósenta afslátt af verði nýrra bíla. Þá sagði þriðja bílaumboðið að sjö prósenta afsláttur væri ekki hærra en gerist og gengur. Bílasala væri mikið afsláttardrifin þessi misserin. Halla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og vísað til þess að vilja af virðingu við Guðna Th. Jóhannesson láta lítið fyrir sér fara í fjölmiðlum áður en hún er tekin við embætti forseta Íslands.
Forseti Íslands Bílar Halla Tómasdóttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira